Óþekkar ömmur og einmana kanínur

Jenný Kalsöe og Bergrún Íris Sævarsdóttir.
Jenný Kalsöe og Bergrún Íris Sævarsdóttir.

Bergrún Íris Sævarsdóttir fagnaði útgáfu tveggja bóka með útgáfugleði í Máli og menningu á dögunum. Barnabókin Viltu vera vinur minn? er hennar þriðja bók sem hún semur bæði og myndskreytir. Á sama tíma kom út bókin Amma óþekka og tröllin í fjöllunum eftir Jenný Kalsöe sem Bergrún glæðir lífi með skemmtilegum myndum sínum. Slegið upp skemmtilegri veislu með upplestri og veitingum.

Bókin Viltu vera vinur minn? fjallar um litla einmana kanínu sem ákveður að byggja brú í von um að finna vini hinumegin við lækinn. Hún kemst þó að því að grasið er oftast grænna þeim megin sem við ræktum það. Amma óþekka og tröllin í fjöllunum er bráðskemmtileg léttlestrarbók sem segir frá Fanneyju Þóru og ömmu hennar sem kynnast vingjarnlegum tröllum og lenda í æsispennandi ævintýri á flótta undan eldgosi.

Bergrún hefur hlotið mikið lof fyrir myndskreytingar sínar og hlaut tilnefningu til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina Vinur minn vindurinn. Auk sinna eigin bóka hefur Bergrún myndskreytt námsefni, auglýsingar og fjölda bóka fyrir börn og fullorðna.

Bergrún Íris Sævarsdóttir var kát í útgáfuboðinu.
Bergrún Íris Sævarsdóttir var kát í útgáfuboðinu.
Dóra Björk og Móeiður.
Dóra Björk og Móeiður.
Hrannar Þór, Bryndís og Berglind.
Hrannar Þór, Bryndís og Berglind.
Arnar Gauti mætti í boðið.
Arnar Gauti mætti í boðið.
Ásta Björg tók lagið og fékk aðstoð hjá Darra Frey …
Ásta Björg tók lagið og fékk aðstoð hjá Darra Frey sem er 6 ára.
Það var vel mætt í teitið.
Það var vel mætt í teitið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál