Er Breiðholtið miðjan?

Illugi Gunnarsson, Becky Forsythe, Þóranna Björnsdóttir, Logi Bjarnason, Edda Kristín …
Illugi Gunnarsson, Becky Forsythe, Þóranna Björnsdóttir, Logi Bjarnason, Edda Kristín Sigurjónsdóttir og Þorgerður Ólafsdóttir.

„Það var gaman að skoða sýninguna. Samsetning nemendahópsins er alþjóðleg og sú staðreynd undirstrikar hversu áhugavert námið er sem boðið er upp á í LHÍ. Þema sýningarinnar var meðal annars spurningin um jaðra og miðjur menningarinnar og mér fannst nálgun listamannanna rýma ágætlega við þau skilaboð rithöfundarins Einars Más um að jörðin er jú hnöttur og miðjan því undir fótum okkar. Miðjan var svo sannarlega í Nýló í Breiðholtinu þennan daginn,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra um sýninguna Heimurinn tilheyrir öllum, ekki fáum útvöldum, sem hann opnaði á dögunum. Að sýningunni standa átta nemendur á meistarastigi við Listaháskóla Íslands.

Nýlistasafnið er í  húsnæði í gömlu bakaríi við Völvufell í Breiðholti. Þar eru verk í eigu safnsins varðveitt og sýnd. Útgangspunktur sýningarinnar er sú umgjörð sem Nýlistasafnið lagði til, bæði í menningarlegu tilliti safneignar þess og sögu, sem og staðháttum og nærumhverfi safnsins í Breiðholti. Spurt er um miðju og útjaðar menningar; hvort hin virka innspýting og hreyfiafl í listsköpun sé ef til vill að finna á jaðrinum eins og í miðborginni.

Er efra Breiðholtið ef til vill líka miðja eins og miðbærinn? Fyrir hverja er myndlistin og hvert sækir hún sín áhrif? Dregin hafa verið fram óþekkt höfundaverk í safneign Nýlistasafnsins til samtals við nýjan höfund, hverfið hefur verið kortlagt í gönguferðum, það sem er fyrir utan hefur verið flutt inn og rými safnsins fengið nýjan ljóma og litatón.

Gólfflísarnar á aðalhæðinni sem áður hýsti víðfrægt bakarí hverfisins, kallast nú á við lífrænar teikningar, hringlaga form og skuggaleik á veggjum. Alls staðar og allt um kring svífur saga Nýló; saga hræringa og framsækinnar myndlistar á Íslandi í 37 ár.

Höfundar verka eru þau Aimee Odum, Ásgrímur Þórhallsson, Florence So-Yue, Giampaolo Algieri, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Jens Michael Muhlhoff, Mia Van Veen, Myrra Leifsdóttir og Ragna Fróðadóttir. Sýningin var unnin undir leiðsögn myndlistarmannanna Elínar Hansdóttur og Ingólfs Arnarssonar.

Þorgerður Ólafsdóttir formaður stjórnar opnaði sýninguna.
Þorgerður Ólafsdóttir formaður stjórnar opnaði sýninguna.
Illugi Gunnarsson og Þorgerður Ólafsdóttir á spjalli.
Illugi Gunnarsson og Þorgerður Ólafsdóttir á spjalli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál