KRÁS verður líka á sunnudögum í sumar

Gerður ásamt syni sínum, Oddi Braga, á KRÁS.
Gerður ásamt syni sínum, Oddi Braga, á KRÁS.

„Nú er KRÁS götumarkaður haldinn þriðja árið í röð, en þetta er engu að síður fimmta skiptið sem hann er haldinn þar sem við höfum haldið JólaKRÁS eina helgi í desember frá því KRÁS hófst árið 2013. Það hefur gengið gríðarlega vel þar sem KRÁS hefur verið dýrmæt viðbót við miðbæinn og hressandi nýjung við matarborgina Reykjavík,“ segir Gerður Jónasdóttir, verkefnastjóri og hugmyndasmiður KRÁS. Hún er nú önnum kafin við að skipuleggja KRÁS ásamt Óla Erni Ólafssyni.

„Við Óli Örn höfum unnið að KRÁS í mjög góðu samstarfi við Reykjavíkurborg og vorum svo heppin að fá fjóra undradrengi, Baldur Snorrason arkitekt, Jón Helga Hólmgeirsson iðnhönnuð, Svein Daðason verkfræðinema og Snorra Reykdal húsgagnasmið, til að hanna og smíða alla básana fyrir KRÁS. Í ár verður KRÁS í fyrsta sinn opið á sunnudögum að sumri til og erum við spennt að bjóða upp á þann valkost fyrir fólk að koma niður í Fógetagarð á sunnudegi og hitta vini og vandamenn yfir góðum mat og drykk.

Á morgun, laugardaginn 23. júlí, hefst KRÁS þetta sumarið. „Þetta stendur yfir til laugardagsins 20. ágúst sem er Menningarnótt, þetta eru alls níu skipti. Í þessi níu skipti eru sumir veitingamennirnir sem verða með okkur allan tímann en svo eru aðrir sem verða með okkur í færri skipti. Það eru því aldrei alveg sömu veitingamennirnir sem taka þátt í KRÁS í hvert skipti. Þeir sem verða með okkur á opnunardaginn eru Grillið, Borðið, ReykjavíkChips, Ramen MOMO, Walk the plank, Mandí, Austurlandahraðlestin, Ástríkt poppkort, Ísleifur, Bergsson Mathús og Skúli bar,“ segir Gerður.

„Svo er gaman að segja frá því að KRÁS hefur frá byrjun eignast fastagesti sem hafa mætt nánast á alla dagana sem KRÁS hefur verið opin. Við erum gríðarlega spennt fyrir helginni og vonumst til að sjá sem flesta njóta matar og drykkjar undir berum himni með ástvinum sínum.“

Sumarstemmning á KRÁS í fyrra.
Sumarstemmning á KRÁS í fyrra. Photo: Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál