Merkjaóðir geta nú tryllst

Stefán Svan Aðalheiðarson og Guðjón Tryggvason.
Stefán Svan Aðalheiðarson og Guðjón Tryggvason. mbl.is/Freyja Gylfa

Hönnuðurinn og fagurkerinn Stefán Svan Aðalheiðarson hefur undanfarið stjórnað vinsælli sölusíðu á Facebook, þar sem vönduð merkjavara gengur kaupum og sölum.

Stefán ákvað í kjölfarið að færa út kvíarnar, en hann tók höndum saman með P3-teyminu og opnaði útibú í verslun þeirra. Þeir og þær sem elska merkjavörur geta nú tryllst af gleði því hægt er að fá ótrúlegt góss í versluninni. 

Verslunin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, en varningurinn er háklassa „vintage“-merkjavara, frá framleiðendum líkt og Lanvin, Sonia Rykiel og Comme des Garcons. Þar er þó einnig að finna íslenskt eðalgóss, líkt og vörur frá Rey, Skaparanum, Sævari Markúsi og Ása Má.

Að sjálfsögðu var haldið upp á opnunina með skemmtilegri teiti og var margt um manninn.

Guðjón Tryggvason og Rúnar Logi.
Guðjón Tryggvason og Rúnar Logi. mbl.is/Freyja Gylfa
Kristín Ásta Halldórsdóttir og Dilja Catherine Þiðriksdóttir.
Kristín Ásta Halldórsdóttir og Dilja Catherine Þiðriksdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Julie Ann Grills, Sævar Markús Óskarsson og Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir.
Julie Ann Grills, Sævar Markús Óskarsson og Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Hildur Guðnadóttir og Helga Aradóttir.
Hildur Guðnadóttir og Helga Aradóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál