„Það þurfti að fá auka sendingu í miðju hófi“

Hafsteinn, Jóhann og Nökkvi.
Hafsteinn, Jóhann og Nökkvi.

Það var líf og fjör í útgáfuhófi barnabókarinnar Vinir Elísu Margrétar sem var haldið í Hagkaup Kringlunni á sunnudaginn. Bókin seldist eins og heitar lummur enda er um einstakt verkefni að ræða og allur ágóði sölunnar rennur beint til Barnaspítala Hringsins. „Það var rosalega fjölmennt á útgáfuhófinu og það myndaðist röð út úr dyrum. Það þurfti að fá auka sendingu í miðju hófi því bókin rauk út,“ segir Gyða Kristjánsdóttir, móðir Elísu Margrétar Hafsteinsdóttur.

Bókin Vin­ir Elísu Mar­grét­ar er skrifuð til minn­ing­ar um Elísu Mar­gréti, sem fædd­ist með al­var­leg­an heila­sjúk­dóm og var mikið fötluð, en hún lést í vor, þriggja ára að aldri. Höfundar bókarinnar eru bræðurnir Nökkvi Fjalar og Jóhann Fjalar. Bókin er svo prýdd fallegum teikningum eftir Ing­unni Kristjáns­dótt­ur, móður­syst­ur Elísu Mar­grét­ar.

Nökkvi, Jóhann, Gyða og Hafsteinn stóðu vaktina ásamt öðrum á sunnudaginn og árituðu og stimpluðu bókina með mynd af handafari Elísu.

Höfundar bókarinnar ásamt foreldrum Elísu Margrétar.
Höfundar bókarinnar ásamt foreldrum Elísu Margrétar.
Bókin rauk út á sunnudaginn.
Bókin rauk út á sunnudaginn.
Það voru margir sem lögðu leið sína í Hagkaup í …
Það voru margir sem lögðu leið sína í Hagkaup í Kringlunni til að fjárfesta í bók.
Nökkvi, annar höfundur bókarinnar Vinir Elísu Margrétar, hélt smá tölu …
Nökkvi, annar höfundur bókarinnar Vinir Elísu Margrétar, hélt smá tölu um bókina.
Það var líf og fjör á útgáfuhófinu.
Það var líf og fjör á útgáfuhófinu.
Bókin var að sjálfsögðu árituð.
Bókin var að sjálfsögðu árituð.
Allur ágóði sölunnar rennur beint til Barnaspítala Hringsins.
Allur ágóði sölunnar rennur beint til Barnaspítala Hringsins.
Jóhann og Nökkvi ásamt foreldrum Elísu Margrétar.
Jóhann og Nökkvi ásamt foreldrum Elísu Margrétar.
Gyða stimplaði hverja bók með mynd af handafari Elísu.
Gyða stimplaði hverja bók með mynd af handafari Elísu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál