Hissa hvað fólk var í miklu jólastuði

Sigríður Klingenberg og Lív Ragnarsdóttir.
Sigríður Klingenberg og Lív Ragnarsdóttir.

Það var glaumur og gleði í Húsgagnahöllinn í gærkvöldi þegar hátíðarþyrstir á öllum aldri mættu til að skemmta sér, sýna sig og sjá aðra. Á meðan gestir skoðuðu og keyptu jólagjafir í versluninni gekk spádrottningin Sigga Kling um og spáði í framtíðina. Sigríður Klingenberg eða Sigga Kling eins og hún er kölluð segist ákaflega hissa á því hvað fólk var í miklu jólastuði. 

„Það voru allir í jólastuði og mér finnst alveg frábært hversu snemma fólk leyfir sér að hlakka til hátíðarinnar. Ég var nú litin hornauga í nokkur ár þar sem að ég var með hringitóninn, Hinsegin jólatré, allt árið um kring en ég meina maður verður að hafa svolítið meira gaman að þessu öllu saman,“ segir hún.

Það kom Siggu á óvart hversu margir karlmenn mættu á jólakvöldið og er hún á því að karlinn eigi yfirleitt að fá að vera meðferðis á meðan hann er jákvæður.

„Ég hitti nú líka tvo skemmtilega herramenn sem voru þarna einir að kaupa fallega muni. Þess má geta að þeir eru báðir í krabbamerkinu,“ segir Sigga en hún vill meina að menn í því merki séu með mýksta móti.

Friðrik Dór.
Friðrik Dór.
Christina Gregers.
Christina Gregers.
Arnar Gauti, Gunnar Máni Arnarsson og Henny Sif Bjarnadóttir.
Arnar Gauti, Gunnar Máni Arnarsson og Henny Sif Bjarnadóttir.
Embla Sigurgeirsdóttir.
Embla Sigurgeirsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál