Guðbjörg Gissurar með svaka partí

Tímaritið Í boði náttúrunnar fagnar sex ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni var ákveðið að halda rækilega upp á það með sérriti, FÆÐA/FOOD - A little taste of Iceland. Þetta dásamlega matarblað kemur út bæði á ensku og íslensku og var útkomu þess fagnað með glæsilegu boði á Bergsson RE.  

Í ritinu, sem er meira í ætt við bók með 150 síðum og einstaklega fallega upp sett, er íslensk matarmenning, sköpunargleði og matarhandverk í fyrirrúmi. Efnið er skoðað víðu og oft óhefðbundnu samhengi enda tilgangurinn ekki að kenna fólki að elda, heldur veita innblástur og skemmtilegan fróðleik.

Með því að hafa ritið einnig á ensku segist Guðbjörg Gissuardóttir, eigandi blaðsins og ritstýra, vonast til þess að enn fleiri fái notið þessa fyrsta sérrits um íslenskan mat, hvort sem það eru enskumælandi íbúar landsins eða ferðamenn sem hafa áhuga á að fræðast um matarmenningu okkar og sérstöðu. 

Fjöldi fólks fagnaði með útgáfunni og fóru heim með poka fullan af gotterí og á pokanum stóð slagorðið LIFUM BETUR enda er það mottóið að færa fólki fróðleik og innblástur sem bætir lífsgæði á einhvern hátt - eitt blað í einu!

Smakk veisla var sett upp í samstarfi við matarlistarkonuna Áslaugu Snorradóttur sem mun eflaust seint gleymast og fóru allir gestir heim með gott íslenskt bragð í munninum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál