Hverjir voru hvar

Svava Johansen mætti á þorrablót Stjörnunnar.
Svava Johansen mætti á þorrablót Stjörnunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Landinn var ekki að láta hvítan og sykurlausan janúar eyðileggja líf sitt og var algerlega búinn að steingleyma því að það væri í miðri janúarmegrun. Fólk klæddi sig upp til að borða sviðakjamma, rófustöppu og annan heiðarlegan íslenskan mat. Eina vandamálið við þennan heiðarlega mat er að það þarf að drekka vel af sterkum vökva með til að yfirgnæfa bragðið – en það þarf nú ekki að vera ókostur. Enda er ekki hægt að fara í gegnum suma mánuði edrú...

Magnús Scheving og Hrefna Björk Sverrisdóttir
Magnús Scheving og Hrefna Björk Sverrisdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorrablót Stjörnunnar val haldið með glans í Mýrinni á föstudagskvöldið en þar mátti sjá tískudrottningarnar Svövu Johansen í 17 og Írisi Björk Jónsdóttur í Veru Design, fjárfestinn Ingu Lind og íþróttaálfinn Magnús Scheving sem mætti nýtrúlofaður (en hann bað Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur á nýárskvöld með tilþrifum eins og lesendur Smartlands vita). Miðbær Reykjavíkur iðaði af lífi á laugardaginn og var Jómfrúin þéttsetin. Þar var lítið borðað af súrmat en þeim mun meira af dönsku smurbrauði og vönduðum drykkjum. Þar mátti sjá Arnar Sigurðsson víninnflytjanda, Magnús Árna Skúlason hagfræðing og Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslunnar. Þar var líka Simbi hárgreiðslumeistari, Helga Lísa Þórðardóttir, Lóló leikfimisdrottning og Þórunn Reynisdóttir.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, formaður SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, formaður SFS. mbl.is/Árni Sæberg

Á laugardagskvöldið var allt á útopnu og fólk hélt áfram að skófla í sig þorramat eins og enginn væri morgundagurinn. Yngsti ráðherra landsins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mætti á þorrablót uppi á Skaga ásamt Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur vinkonu sinni. Þar voru líka Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fjölmiðlakona og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál