Nýju kaffihúsi fagnað í Ármúla

Tómas Hilmar Ragnarz, eigandi Orange Project, ásamt völundarsmiðunum Einari Gíslasyni …
Tómas Hilmar Ragnarz, eigandi Orange Project, ásamt völundarsmiðunum Einari Gíslasyni og Breka Konráðssyni sem settu upp innréttingarnar á staðnum.

Orange Project hefur opnað kaffihús, Orange Café – ESSPRESSO BAR, við höfuðstöðvar sínar í Ármúla 4. Opnuninni var fagnað með gleði og góðum veitingum á föstudaginn enda margir í nágrenninu á því að gott kaffihús hafi lengi vantað við þessa fjölförnu götu verslunar og viðskipta.

Orange Café býður upp á eðal Illy-kaffi, úrval af tei, bráðholla djúsa, bjór og sérinnflutt léttvín í hæsta gæðaflokki. Hafragrautar, grísk jógúrt, grænir djúsar og salöt eru í boði frá opnun klukkan átta. Á fjölbreyttum hádegisverðarmatseðlinum má alltaf finna góðan fisk og girnilegar kjötmáltíðir.

Þegar líður á daginn tekur svo notaleg barstemning við með „happy hour“ frá klukkan 16 til 19 þar sem bjór, rautt og hvítt eru á góðu verði.

Kristján, Alfreð og Brynjar hjá Betri bílakaupum lyftu sér á …
Kristján, Alfreð og Brynjar hjá Betri bílakaupum lyftu sér á kreik í lok vinnuvikunnar.
Jónas Sig. í Ritvélum framtíðarinnar og Tómas Hilmar Ragnarz voru …
Jónas Sig. í Ritvélum framtíðarinnar og Tómas Hilmar Ragnarz voru í góðum gír.
Magnús Þór, Bergþóra Steinunn og Sigga Dóra hjá Dreamtrips.
Magnús Þór, Bergþóra Steinunn og Sigga Dóra hjá Dreamtrips.
Dóra S. Bjarnason, prófessor í félagsfræði, og Antonio Garcès fóru …
Dóra S. Bjarnason, prófessor í félagsfræði, og Antonio Garcès fóru yfir málin.
Hlaupadrottningin og næringarfræðingurinn Fríða Rún Þórðardóttir er stjórnarformaður Orange og …
Hlaupadrottningin og næringarfræðingurinn Fríða Rún Þórðardóttir er stjórnarformaður Orange og tók á móti gestum ásamt Tómasi, eiginmanni sínum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál