Halldór og Sigríður glæsileg saman

Halldór Halldórsson og Sigríður Hjálmarsdóttir.
Halldór Halldórsson og Sigríður Hjálmarsdóttir. mbl.is/Stella Andrea

Það var glatt á hjalla í Borgarleikhúsinu þegar verkið, Úti að aka, var frumsýnt. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lét sig ekki vanta en með honum í för var kærasta hans, Sigríður Hjálmarsdóttir. 

„Úti að aka er farsi eins og þeir gerast bestir. Jón Jónsson, leigubílstjóri, er ekki allur þar sem hann er séður; hann á tvær eiginkonur, þær Guðrúnu í Hafnarfirði og Helgu í Mosfellsbæ. Guðrún veit ekki af Helgu og Helga hefur ekki hugmynd um Guðrúnu og Jón brunar sæll og glaður milli bæjarfélaga til að sinna báðum heimilum. En Adam var ekki lengi í Paradís! Börnin hans, af sitt hvoru hjónabandinu, kynnast fyrir slysni á Facebook og plana stefnumót. Til að afstýra stórslysi kokkar Jón upp fjarstæðukenndan lygavef þar sem enginn veit lengur hvað snýr upp og hvað niður. Á endanum er ekki ljóst hver hefur leikið á hvern eða hver er í rauninni úti að aka,“ segir í umfjöllun um sýninguna. 

Höfundurinn Ray Cooney er farsælasta gamanleikjaskáld samtímans. Borgarleikhúsið hefur áður sýnt verk hans við gríðarlegar vinsældir og metaðsókn, Viltu finna milljón, Nei, ráðherra! og Beint í æð! Gísli Rúnar Jónsson íslenskaði og staðfærði öll verkin við afbragðs viðtökur.

Í Úti að aka er einvala hópur leikara undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Með hlutverkin í sýningunni fara Ilmur Kristjánsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson. 

Soffía Árnadóttir, Ólafía Hrönn, Katrín Oddsdóttir og Lísa Kristjánsdóttir.
Soffía Árnadóttir, Ólafía Hrönn, Katrín Oddsdóttir og Lísa Kristjánsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Steinunn Jónsdóttir og Gnúsi Yones.
Steinunn Jónsdóttir og Gnúsi Yones. mbl.is/Stella Andrea
Benedikt Traustason, Anna Steinunn Ingólfsdóttir og Steinunn Jónsdóttir.
Benedikt Traustason, Anna Steinunn Ingólfsdóttir og Steinunn Jónsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Arna Ýr Karelsdóttir og Guðjón Ragnar Jónasson.
Arna Ýr Karelsdóttir og Guðjón Ragnar Jónasson. mbl.is/Stella Andrea
Svenhildur Konráðsdóttir, Ali Parsi og Kristín Helga Gunnarsdóttir.
Svenhildur Konráðsdóttir, Ali Parsi og Kristín Helga Gunnarsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Stefanía María Kristinsdóttir, Katrín Óska Ásgeirsdóttir, Rizza Fay Elíasdóttir, Inga …
Stefanía María Kristinsdóttir, Katrín Óska Ásgeirsdóttir, Rizza Fay Elíasdóttir, Inga María Árnadóttir, Thelma Björk Einarsdóttir og Kristín Þöll Skagfjörð. mbl.is/Stella Andrea
Sveinn Andri Sveinsson, Lars Óliver Sveinsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og …
Sveinn Andri Sveinsson, Lars Óliver Sveinsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Birna Guðmundsdóttir, Kristján Guðjónsson og Vilborg G. Kristjánsdóttir.
Birna Guðmundsdóttir, Kristján Guðjónsson og Vilborg G. Kristjánsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Guðlaug Jakobsdóttir og Hilmar Oddsson.
Guðlaug Jakobsdóttir og Hilmar Oddsson. mbl.is/Stella Andrea
Þórður Atlason, Dagmar Óladóttir og Sara Líf Sigsteinsdóttir.
Þórður Atlason, Dagmar Óladóttir og Sara Líf Sigsteinsdóttir. Stella Andreambl.is/Stella Andrea
Hildur Sverrisdóttir, Kristín Ögmundsdóttir og Erla Björg Gunnarsdóttir.
Hildur Sverrisdóttir, Kristín Ögmundsdóttir og Erla Björg Gunnarsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Víkingur Heiðar Ólafsson, Halla Oddný Magnúsdóttir, Linn Björglund og Halla …
Víkingur Heiðar Ólafsson, Halla Oddný Magnúsdóttir, Linn Björglund og Halla Þorbjörg Óskarsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál