Lovísa, Nanna og Eyþór á Húsinu

Lovísa Halla Karlsdóttir, Nanna Ósk Jónsdóttir og Eyþór Arnalds.
Lovísa Halla Karlsdóttir, Nanna Ósk Jónsdóttir og Eyþór Arnalds. mbl.is/Stella Andrea

Það var glatt á Hjalla þegar Húsið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöldið. Húsið er verk eftir Guðmund Steinsson. Það sem er sérstakt við verkið er að það hefur aldrei verið sett upp áður. Guðmundur var fæddur 1925 en hann lést 1996. 

Hann var framsækinn og metnaðarfullur höfundur og þekktustu verk hans, Sólarferð og Stundarfriður, öðluðust miklar vinsældir. Þjóðleikhúsið hefur áður sýnt eftirtalin leikrit Guðmundar: Forsetaefnið, Sólarferð (tvívegis), Stundarfrið, Garðveislu, Brúðarmyndina, Stakkaskipti og Lúkas.

Leikritið fjallar um Pál og Ingu sem eru vel stæð hjón sem eiga þrjá syni.  Fjölskyldan flytur inn í nýtt og glæsilegt einbýlishús. Hjónin njóta þess að sýna vinum sínum nýja heimilið, en smám saman kemur í ljós að í húsinu stóra ráða ókennileg öfl sem þau mega sín lítils gegn. Fjarlægðin milli foreldranna og barnanna eykst, óboðnir gestir gera vart við sig og heimilið virðist vera varnarlaust.

Húsið er óvenjulegt verk, gætt miklum áhrifamætti. Á upplausnartímum í heiminum, þar sem við okkur blasir örvæntingarfull leit þjakaðs fólks að samastað, spyr það áleitinna spurninga um hverjir mega búa hvar.

Sassa Eyþórsdóttir, Charlotta Böving, Benedikt Erlingsson og Arnór Björnsson.
Sassa Eyþórsdóttir, Charlotta Böving, Benedikt Erlingsson og Arnór Björnsson. mbl.is/Stella Andrea
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Anna Kjeld, Haukur Guðmundsson, Halldór Sturluson og Heba Eir Kjeld.
Anna Kjeld, Haukur Guðmundsson, Halldór Sturluson og Heba Eir Kjeld. mbl.is/Stella Andrea
Haraldur Ari og Ragnar Kjartansson.
Haraldur Ari og Ragnar Kjartansson. mbl.is/Stella Andrea
Atli Þór Albertsson og Kristján Steinsson.
Atli Þór Albertsson og Kristján Steinsson. mbl.is/Stella Andrea
Júlía Aradóttir og Agnes Engilráð.
Júlía Aradóttir og Agnes Engilráð. mbl.is/Stella Andrea
Stefán Már Magnússon, Kolbeinn Daði Stefánsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir.
Stefán Már Magnússon, Kolbeinn Daði Stefánsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Björgvin Már Pálsson og Gunnar Reynir Valþórsson.
Björgvin Már Pálsson og Gunnar Reynir Valþórsson. mbl.is/Stella Andrea
Guðrún Gísladóttir og Ari Matthíasson ásamt vinkonu sinni.
Guðrún Gísladóttir og Ari Matthíasson ásamt vinkonu sinni. mbl.is/Stella Andrea
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál