Brutu gítara á Hard Rock

Ljósmynd/Leifur Vilberg

Hard Rock Café Reykjavik blés til mikillar veislu um helgina en þá var formleg opnun veitingastaðarins haldin hátíðleg. Mikið fjölmenni var við hátíðina þar sem margir af bestu tónlistarmönnumn landsins spiluðu.

„Þótt Hard Rock Café Reykjavik hafi opnað í október sl. ákváðum við að bíða með opnunarhátíðina þar til nú í júní og nú var opnun staðarins fagnað með pomp og pragt,“ segir Styrmir Karlsson, markaðsstjóri Hard Rock.

Hátíðin hófst við taflborðið í Lækjargötu en þar sáu S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkur, Högni Sigurðsson, einn eigenda Hard Rock, Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri staðarins, og þeir Antonio Bautista og Anibal Fernandes, frá höfuðstöðvum Hard Rock í Orlando, um að brjóta gítara sem er gömul hefð hjá Hard Rock um allan heim þegar nýr staður opnar. Tónlistaratriðin voru ekki af verri endanum en Gus Gus, Ásgeir Trausti, Mugison og Bubbi spiluðu fyrir gesti. Þessir landsþekktu tónlistarmenn sáu um halda uppi frábæru stuði og bjuggu til mikla tónleikaveislu fyrir fjölda gesta sem lögðu leið sína í Hard Rock. Að auki sáu Dj Gullfoss og Geysir um tónlistina á efri hæð hússins. Að sjálfsögðu voru bornar fram veitingar af mareiðslumeisturum staðarins.

„Við erum afar ánægð með viðtökur staðarins síðan hann opnaði í október. Meðal þess sem er að finna á Hard Rock Cafe Reykjavík er trommusett Smashing Pumpkins, kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur, loðfeldur Lady Gaga, jakki Beyoncé, gítar Bon Jovi og margir aðrir munir sem vekja athygli gesta og gangandi, jafnt Íslendinga sem útlendinga sem til okkar koma. Hard Rock er eitt þekktasta vörumerki heims og rekur 202 staði í 71 landi,“ segir Styrmir.

Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
Ljósmynd/Leifur Vilberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál