Auddi og Eiður Smári í góðri sveiflu

Auðunn Blöndal og Eiður Smári Guðjohnsen.
Auðunn Blöndal og Eiður Smári Guðjohnsen.

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal og fótboltamaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen voru kátir í Golfklúbbnum Oddi í gær þegar MercedesTrophy golfmótið var haldið af Bílumboðinu Öskju. Mótið er haldið fyrir Mercedez Benz eigendur og áhugamenn um fyrrnefnda bílategund. Þess má geta að Auðunn, eða Auddi eins og hann er kallaður, keyrir um á Mercedes-Benz CLA en Eiður Smári er mjög heitur fyrir Benz.

Sex keppendur unnu sér inn þátttökurétt á MercedesTrophy Reginal Final sem haldið verður í Þýskalandi í júní á næsta ári, en meðal sigurvegara hafi verið Auðunn Blöndal. Spilað var í þremur forgjafarflokkum og hljóta efstu tveir þátttakendur í hverjum flokki  þennan heiður. Sigurvegar í mótinu í ár voru Kristján Björgvinsson, Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Auðunn Blöndal, María Sigurbjörg Magnúsdóttir, Anna Sigríður Erlingsdóttir og Sveinn Henrysson.

Golfkonan Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heilsaði upp á þátttakendur, spilaði með og skoraði á þátttakendur í púttkeppni. Ólafía Þórunn tók út sína refsingu í þau skipti sem aðrir þátttakendur höfðu betur og gerði armbeygjur og magaæfingar.

Umgjörðin á golfmótinu var hin glæsilegasta. Mercedes-Benz bifreiðum var stillt upp víða um völlinn og höfðu þátttakendur tækifæri á að eignast Mercedes-Benz CLA ef þeir næðu að fara holu í höggi á 13. braut

Eftir þetta vel heppnaða golfmót fréttist af þeim félögum, Eið Smára og Audda á Petersen Svítunni þar sem þeir nutu lífsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða. 

Ólafía Þórunn spilaði með.
Ólafía Þórunn spilaði með.
Svali á K100 tók sig vel út í þessum glæsilega …
Svali á K100 tók sig vel út í þessum glæsilega hvíta blæju-Benz.
Auðunn Blönal bar sigur úr býtum.
Auðunn Blönal bar sigur úr býtum.
Golfvöllurinn var skreyttur með glæsilegum Mercedez Benz bifreiðum.
Golfvöllurinn var skreyttur með glæsilegum Mercedez Benz bifreiðum.
Ólafía Þórunn að taka út sína refsingu.
Ólafía Þórunn að taka út sína refsingu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál