Á von á barni með sínum fyrrverandi

Konan er ekki viss um hvort hún eigi að halda …
Konan er ekki viss um hvort hún eigi að halda barninu. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem er ólétt eftir fyrrverandi eiginmann leitaði til E. Jean ráðgjafa Elle.

Kæra E. Jean. Fyrir sjö mánuðum síðan endurnýjaði ég kynni mín við fyrrverandi eiginmann minn sem er nú kvæntur annarri konu. Heimskulegt, ég veit! Hann sagðist enn elska mig og að hann væri að reyna komast úr hjónabandinu. Það kom í ljós að þau hjónin voru í glasameðferð allan tímann. Nú er ég ólétt og líka eiginkona hans, hún á von á tvíburum. Svo mín spurning er á ég að eyða fóstrinu og láta hann komast í burtu án allrar refsingar. Eða á ég að eignast barnið?

Mig hefur alltaf langað til þess að verða móðir en þessar kringumstæður eru hræðilegar. Ef ég eignast barnið þýðir það að fjölskyldur okkar og vinir vita að ég reyndi að eyðileggja hjónabandið. Þetta barn mun verða annars flokk manneskja. Konan hans og tvíburarnir munu alltaf vera í fyrsta sæti, þau sem fá fjarhagslegan stuðning. Hann sagði mér að ef ég ákveð að eignast barnið vildi hann halda því leyndu frá konunni sinni, fjölskyldu og fyrir heiminum.

Núverandi eiginkona mannsins er líka ólétt.
Núverandi eiginkona mannsins er líka ólétt. mbl.is/Thinkstockphotos

En þetta gæti verið minn síðasti séns til þess að eignast barn. Ég er 35 ára. Get ég virkilega verið einstæð móðir? Nýlega endurnýjaði ég kynni við yndislegan mann sem bað mig um að flytja með sér og minntist á hjónaband. Ef ég held þessu barni gæti ég misst þennan mann. En mun ég sjá eftir því alla ævi ef ég eyði fóstrinu? Ætti ég að verða einstætt foreldri og vona að einhver muni elska mig einhvern daginn?

E. Jean finnst maðurinn vera hræðilegur en ráðleggur henni að eiga barnið ef hún treysti sér að vera einstætt foreldri. Ef hún treystir sér hins vegar ekki í að vera einstæð þá geti hún annaðhvort eytt fóstrinu eða fætt barnið og gefið það til ættleiðingar.

Hún útskýrir fyrir henni að hún geti enn átt barn þótt hún sé orðin 35 ára. Líkurnar minnka þó töluvert og eru tíu prósent líkur hjá konum yfir 35 ára að verða óléttar og aðeins fimm prósent þegar þær eru orðnar fertugar.

Lífið er stanslaust vandamál elskan. Ég mun ekki fara í kosti og galla ættleiðingar hér. Ráðgjafi eða lögfræðingur sem sérhæfir sig í þeim efnum getur útskýrt það fyrri þér miklu betur en ég get. Það sem ég vil segja þér er að taka manninn út úr myndinni.

Einn maður (pabbinn) er tilgangslaus lygari og er að reyna stjórna þér með því að segja þér að halda óléttunni leyndri. Hann mun örugglega bjóða þér peninga til þess að fela það. Hinn maðurinn er stórt spurningarmerki. En þú ert nú þegar byrjuð að hugsa ef ég held barninu gæti ég misst hann. Þessi maður er nýkominn í myndina. Leyfðu mér að endurtaka. Taktu báða mennina út úr myndinni.

E. Jean segir að hún geti ekki reitt sig á mennina. Hún geti bara treyst sjálfri sér.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál