Spenna og samskiptaörðugleikar í mynd

Heiða Helgadóttir, Guðmundur Kristján Jónsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Heiða Helgadóttir, Guðmundur Kristján Jónsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Það var stemning í loftinu í Bíó Paradís í gær þegar Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri frumsýndi útskriftarmynd sína, Atelier, en hún útskrifaðist á dögunum úr Danska kvikmyndaskólanum. 

Elsa er fyrsta íslenska konan til að útskrifast úr leikstjórnardeild hins virta skóla. Atelier er 30 mínútna stuttmynd og segir frá ungri konu sem flýr amstur lífsins í útópískt hús á fjarlægri eyju. Þegar krefjandi hljóðlistakona reynist einnig dvelja í húsinu er rónni raskað. Spenna og samskiptaörðugleikar milli kvennanna stigmagnast á meðan húsið sjálft og dularfullar kindur þrengja að þeim. Myndin er uppfull af dulúð, þrúgandi skandinavískum mínimalisma, sjálfshjálp og beittum húmor.

Atelier var tekin upp á eyjunni Furillen við Gotland í Svíþjóð á síðasta ári.

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi í júlí síðastliðnum þar sem Elsa María var valin af samtökum evrópskra kvikmyndasjóða til þátttöku í Future Frames – 10 New Directors to Follow.

Atelier verður sýnd á RIFF í flokki íslenskra stuttmynda 30. september í Háskólabíói og 7. október í Norræna húsinu.

Kristinn Vilbergsson, Lilja Jónsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir.
Kristinn Vilbergsson, Lilja Jónsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir.
Margrét Bjarnadóttir, Haraldur Jónsson og Melkorka Ólafsdóttir.
Margrét Bjarnadóttir, Haraldur Jónsson og Melkorka Ólafsdóttir.
Haraldur Ari Stefánsson, Tómas Lemarquis, Högni Egilsson og Unnsteinn Manuel …
Haraldur Ari Stefánsson, Tómas Lemarquis, Högni Egilsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson.
Þórir Snær Sigurjónsson og Elsa María Jakobsdóttir.
Þórir Snær Sigurjónsson og Elsa María Jakobsdóttir.
Unnur Ösp Stefánsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir létu sig ekki …
Unnur Ösp Stefánsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir létu sig ekki vanta.
Elsa María Jakobsdóttir og Sigríður Thorlacius.
Elsa María Jakobsdóttir og Sigríður Thorlacius.
Andrea Róbertsdóttir og Valdís Arnardóttir.
Andrea Róbertsdóttir og Valdís Arnardóttir.
Óskar Þór Axelsson, Hálfdán Pedersen og Sara Jónsdóttir.
Óskar Þór Axelsson, Hálfdán Pedersen og Sara Jónsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál