Sindri og Sigrún í huggulegu kaffiboði

Sindri Sindrason og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir létu sig ekki vanta þegar Nespresso bauð í kaffiveislu á Hilton Nordica. Boðið var upp á hvern fína kaffidrykkinn á fætur öðrum áður en glæsilegur matur var borinn á borð. 

Í desember mun sérstök Nespresso-verslun opna í Kringlunni og til að hita upp var nokkrum vel völdum aðilum boðið í boð. 

Árið 2003 fór Nespresso af stað með verkefnið AAA Sustainable Quality, í tímamótasamstarfi við náttúrverndarsamtökin The Rainforest Alliance. Markmiðið með verkefninu er að tryggja framboð á kaffi í hæsta gæðaflokki ásamt því að vernda umhverfið og bæta lífskjör kaffibænda og fjölskyldna þeirra. Stefnt er að því að árið 2020 komi allt að 100% af kaffi fyrirtækisins í gegnum verkefnið AAA Sustainable Quality™. Árið 2016 var hlutfallið þegar komið upp í 80%.

Eins og sést á myndunum rann kaffið ljúflega niður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál