Kröftugri fullnægingar með nefúða

Einhverjar konur sem tóku oxytocin sögðu að þeim hefði fundist …
Einhverjar konur sem tóku oxytocin sögðu að þeim hefði fundist auðveldara að segja frá sínum kynferðislegu löngunum og þrám við maka sína á meðan þær höfðu samfarir.

Skammtur af „ástar hormóninu“ oxytocin getur haft þau áhrif á einstaklinga að þeir fái kröftugri fullnægingar, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Í rannsókninni sem 29 heilbrigð pör sem höfðu verið í sambandi í allavega ár tóku þátt í, tóku einstaklingarnir annarsvegar oxytocin nefúða eða úða sem var gervilyf áður en þeir stunduðu kynlíf. Eftir kynlífið voru einstaklingarnir beðnir að svara spurningum sem snéru að kynlífsupplifuninni auk þess sem þeir voru beðnir að svara hvaða tilfinningar þeir bæru til maka síns.

Oxytocinið hafði engin áhrif á kynhvötina eða örvunina, hvorki hjá karlmönnunum eða kvenmönnunum, auk þess hafði það enginn áhrif á stinningu karlmannanna eða hversu örvaðar konurnar voru.

Þeir sem tóku hins vegar oxytocin fyrir kynlífið – sérstaklega karlmennirnir – vildu meina að þeir hefðu fengið öflugri fullnægingu, auk þess sem þeir fundu meiri vellíðun eftir kynlífið. Auk þess sögðu mennirnir sem fengu oxytocin áður en þeir stunduðu kynlíf að þeir væru fullnægðari, en þeir sem tóku gervilyfið.

Einhverjar konur sem tóku oxytocin sögðu að þeim hefði fundist auðveldara að segja frá sínum kynferðislegu löngunum og þrám við maka sína á meðan þær höfðu samfarir.

„Þessi rannsókn sýnir að oxytocin gæti breytt einhverjum þáttum kynlífsins hjá heilbrigðum pörum,“ sögðu rannsakendurnir frá Hannover læknaskólanum í Þýskalandi í marstölublaði Hormones and Behavior.

Samkvæmt heimildum Huffington Post hafa fyrri rannsóknir bent til þess að oxytocin spili stórt hlutverk í tengingu á milli einstaklinga, og að hormónið sé þekkt fyrir að sleppa úr heiladinglinum í miðri fullnægingu. Aðrar rannsóknir hafa skoðað hvort að hátt hlutfall hormónsins hafi áhrif á kynlífshegðun.

Rannsakendurnir tóku eftir því að þrátt fyrir að oxytocin virðist auka áhrif fullnægingu fólks, voru áhrifin frekar látlaus. Sem dæmi þá vildu karlmennirnir sem tóku hormónið meina að ánægjan hefði aukist aðeins um hálft stig (á sex stiga skala). Ástæðan er mögulega sú að oxytocinið er þegar leyst úr læðingi í samförunum, svo að auka skammtur af oxytocini gerir ekki mikið, sögðu rannsakendurnir.

Rannsakendurnir sögðu einnig að rannsóknin væri ekki stór í sniðum, og að einstaklingarnir sem tóku þátt höfðu ekki átt við nein vandamál að stríða í kynlífinu. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta þessar niðurstöður til að sjá hvort að hormónið gæti hjálpað þeim sem eru með einhver vandamál í kynlífinu, eins og fyrir þá sem finna ekki mikla löngun til þess að stunda kynlíf, eða eru með stinningarvandamál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál