Örvhentir ánægðari með kynlífið

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar eru örvhentir ánægðari með kynlífið en …
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar eru örvhentir ánægðari með kynlífið en rétthentir. mbl.is/AFP

Þeir sem eru örvhentir hafa ef til vill ekki verið sérstaklega ánægðir með það í grunnskóla að þurfa nota sérstök skæri eða vera eitthvað öðruvísi, en svo virðist sem þetta basl hafi borgað sig til seinni tíma litið.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem framkvæmd var af fullorðinstækjaframleiðandanum Lelo, voru örvhentir einstaklingar fimm sinnum líklegri til að vera ánægðir eftir kynlífið en rétthentir.

Af öllum þeim einstaklingum sem tóku þátt í könnuninni, sögðu 86 prósent örvhentra að þeir væru „mjög ánægðir“ með kynlífið, á meðan aðeins 15 prósent rétthentra sögðu sér líða eins.

Niðurstöður könnunarinnar eru ekki alveg nógu góðar fyrir konur. Það er nefnilega þannig að um 10-14 prósent einstaklinga eru örvhentir, en örvhentir karlmenn eru tvisvar sinnum fleiri en konur, samkvæmt heimildum vefsíðunnar Elite Daily.

Þessar niðurstöður gætu útskýrt fyrri kannanir sem hafa leitt í ljós að örvhentir búi yfir meira af testósteróni í kviðnum, sem gerir það að verkum að örvhentir eru ráðandi í rúminu og mögulega reiðubúnari til þess að segja hvað þeir vilja í kynlífinu.

Leikkonan Angelina Jolie er örvhent.
Leikkonan Angelina Jolie er örvhent. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál