9 leiðir til að gera gott samband betra

Gerðu gott samband betra.
Gerðu gott samband betra. mbl.is/AFP

Það er oft þannig þegar fólk byrjar í nýjum samböndum að því hættir til að taka makanum sem sjálfsögðum hlut. En hvað á maður að gera til þess að viðhalda neistanum og gera samband þitt það besta samband sem hægt er að hugsa sér?

Samkvæmt heimildum Mind Body Green eru nokkrar leiðir til þess.

1. Gerið hluti sem þið voruð vön að gera í byrjun sambandsins. Þegar mánuðirnir líða hættir okkur til að fara í joggingbuxurnar og verða löt í sambandinu. Við erum ekki eins þolinmóð, skilningsrík og leggjum ekki eins mikið á okkur fyrir maka okkar. Hugsaðu um fyrsta árið í sambandinu og skrifaðu niður það sem þú varst vön/vanur að gera fyrir maka þinn. Gerðu svo það sama með honum núna.

2. Biddu um það sem þú vilt. Stundum ætlumst við til þess að makinn geti lesið hugsanir okkar. En hvað gerist ef við ákveðum það? Við byggjum upp vonir og verðum svo vonsvikin. Hafðu í huga að það að „biðja um það sem þú vilt“ nær yfir allt frá tilfinningum þínum til kynferðislegra þarfa.

3. Vertu sérfræðingur í maka þínum. Hugsaðu um hver maki þinn er og hvað það er sem honum líkar eða henni. Við höldum stundum að það sem við viljum gangi líka yfir makann. Mundu að þú þarft ekki að skilja það sem er mikilvægt fyrir maka þinn, þú þarft bara að átta þig á því hvað það er. 

4. Ekki spyrja „hvernig var í vinnunni“. Eftir langan dag þá svörum við yfirleitt: „Bara fínt en hjá þér?“ Við fáum yfirleitt ekki raunveruleg svör. Reyndu frekar að spyrja spurninga eins og: „Brostir þú eitthvað í dag?“ eða „Hvað var það erfiðasta sem þú gerðir í dag?“ Þú verður hissa á því hvert svörin munu leiða ykkur og samtalið verður innihaldsríkara.

5. Skipuleggið eitthvað sem þið gerið í hverri viku. Þið gætuð til dæmis ákveðið að fara í bíó einn daginn eða gert eitthvað skemmtilegt, bara þið tvö. Einnig er góð hugmynd að skiptast á að skipuleggja óvænt stefnumót einu sinni til tvisvar í mánuði.

6. Ekki gleyma að viðhalda neistanum. Reynið að halda neistanum í sambandinu og komdu maka þínum á óvart endrum og eins. Ef honum þykir kynþokkafullt er þú hjálpar til við húsverkin eða eldar skaltu gera það. Það getur líka verið góð hugmynd að setja plötu á fóninn og taka nokkur dansspor. Þú þarft ekki að vera atvinnudansari til þess að vanga.

7. Vertu með frumlegar hugmyndir að einhverju sem þið gerið. Gerðu eitthvað annað en að fara í bíó og borða saman. Farðu með maka þínum í bíltúr aðeins út fyrir bæinn og farið í göngutúr. Bjóddu honum á matreiðslunámskeið. Farið saman í skriðsundskennslu eða í sjósund.

8. Komdu maka þínum til. Stundum er það þannig að þú og maki þinn eruð ekki „í stuði“ á sama tíma en þá er um að gera að halda utan um makann eða nudda hann/hana til þess að losa um spennu sem gæti svo leitt til einhvers. Aðalatriðið er samt að kunna að lesa í aðstæður og vita hvort það sem þú ert að gera virkar eða ekki. Stundum er betra að hörfa og það er ekki vænlegt til árangurs að ýta á makann.

9. Farðu í frí á hverjum degi. Þá er ekki verið að meina að fara í frí frá vinnu eða eitthvað slíkt, heldur er verið að meina að það er gott að hugleiða aðeins er heim er komið eftir vinnu. Með því móti getur þú algerlega einbeitt þér að maka þínum. Það er nefnilega stundum þannig að við erum með hugann við eitthvað allt annað en heimilið eftir vinnu. Þá er betra að slaka á í 5-10 mínútur og hugleiða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál