Hvernig þú sefur gefur vísbendingu um samband þitt

Svefnstellingin getur sagt til um styrk sambandsins.
Svefnstellingin getur sagt til um styrk sambandsins. mbl.is/AFP

Hvernig við sofum getur verið vísbending um styrk sambandsins sem við erum í, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem var framkvæmd á Alþjóðlegu vísindaráðstefnunni í Edinborg.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem líkamsstöður para eru kannaðar.

Prófessor Richard Wiseman, sálfræðingur í háskólanum í Hertfordshire, bað yfir  1.000 einstaklinga að lýsa því hvernig þeir kusu að sofa, auk þess áttu þátttakendurnir að lýsa persónuleika sínum og hversu gott samband þeirra væri við maka þeirra.

Niðurstöðurnar sýndu vinsælustu svefnstellingar para, en 42 prósent sváfu á bakinu, 31 prósent snéru í sömu átt, og aðeins 4 prósent sögðust sofa með andlitin hvort að öðru. Auk þess viðurkenndu 12 prósent einstaklinganna að eyða nóttinni með minna en þrjá sentímetra á milli sín og makans, en 2 prósent sváfu með meira en 76 sentímetra á milli sín.

„Það sem var áhugaverðast var að 94 prósent para sem eyddu nóttinni í tengslum við hvort annað voru ánægðari í sambandinu, á móti 68 prósentum sem snertust ekki á nóttinni,“ sagði Wiseman, samkvæmt heimildum The Edinbourgh Reporter.

Auk þess leiddu niðurstöðurnar í ljós að þeim mun meiri sem fjarlægðin var á milli paranna á nóttunni, þeim mun verra var sambandið, en 86 prósent aðspurðra sem eyddu nóttinni nálægt maka sínum eða með um þrjá sentímetra á milli voru ánægð í sambandinu, en 66 prósent þeirra sem sváfu með meira en 76 sentímetra sögðust vera í hamingjusömu sambandi.

Það sem kom einnig í ljós var að einstaklingar sem væru opnir að eðlisfari vildu eyða nóttinni nálægt maka sínum, og þeir sem lýstu sér sem skapandi voru líklegri til þess að sofa á vinstri hliðinni. 

„Þetta er í fyrsta sinn sem svefnstellingar para eru skoðaðar, og niðurstöðurnar leyfa fólki að fá innsýn í persónuleika og sambandið með því einu að spyrja hver uppáhaldssvefnstellingin sé,“ sagði Wiseman.

Svör þátttakenda í könnuninni.
Svör þátttakenda í könnuninni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál