Hætti á Facebook og lífið skánaði

Heldur þú að þú sért alltaf að missa af einhverju …
Heldur þú að þú sért alltaf að missa af einhverju á Facebook? mbl.is/AFP

Á vefsíðunni Elite Daily segir pistlahöfundurinn Kristen Kunk frá því hvernig líf hennar breyttist eftir að hún hætti að nota Facebook. Hún hætti með kærasta sínum og ákvað í kjölfarið að hætta líka með Facebook. 

Hér er hennar saga: 

Ég sat þarna með stjörf augun rauðsprungin, bólgin og vot eftir tárin sem runnu niður frjálsleg og taumlaus.

Facebook-síðan mín var í raun fimm ár af minningum, myndum og  stöðuuppfærslum af lífi sem var ekki til lengur – ég hafði breytt hjúskaparstöðunni frá „í sambandi“ yfir í „einhleyp.“

Þar sem ég sat þarna og upplifði allt saman, fann ég hvernig mitt gamla líf hafði áhrif á mig og mér leið eins og það væri verið að strá salti í sárin. Ég hugsaði um allar athugasemdirnar og slúðrið sem færu af stað eftir að hafa breytt hjúskaparstöðunni. Þetta varð of mikið.

Ég hugsaði allskonar hugsanir eins og: Af hverju þarf ég að segja 700 „vinum“ mínum á Facebook að samband mitt sé á enda? Hvað gefur þeim rétt á því að vita það? Er það mögulega af því að ég er búin að deila svo miklu með þeim? Er það af því að þau hafa deilt lífsreynslu sinni með mér?

Ég vissi að það væri ekki möguleiki fyrir mig að svara þessum spurningum, en þetta var minn raunveruleiki. Þetta skipti mig máli, Facebook skipti máli.

Á nokkrum mínútum var ég búin að loka Facebook-síðu minni. Þetta var opinbert: Ég og Facebook hættum saman.

Ég og Facebook höfum verið hætt saman í ár núna og ég get stolt sagt að ég hef aldrei litið til baka. Lífið er betra án Facebook og þetta er ástæðan:

Ég kann að meta sambönd betur. Flestir nota Facebook til þess að vera með allt á hreinu og vita hvað „vinir“ þeirra eru að fást við. En vildi ég virkilega vita hvað Facebook-vinir mínir væru að gera? Á einum tímapunkti hélt ég að mér væri ekki sama, en í raun var ég bara að fara í gegnum Facebook til þess að drepa tímann. Í dag hins vegar eyði ég tíma mínum í að rækta sambönd mín á persónulegri hátt. Án Facebook lærði ég að kunna meta sambönd mín betur.

Ég á einlæg samtöl við vini mína. Samtöl mín eru einlægari en þau voru þegar ég var með Facebook. Nú fæ ég upplýsingar frá vinum mínum.

Ég lifi lífinu fyrir mig af því að það er jafn frábært og líf annarra. Þetta er einfalt. Það að vera ekki á Faceook gerir það að verkum að ég hef ekki lengur tækifæri til þess að deila öllu sem ég geri. Hversu vel mér líður fer ekki eftir lífi einhvers annars, heldur fer það eftir því hvernig mér líður. Ég veit að ég get ekki borið mig saman við aðra af því að líf mitt er einstakt fyrir mig og engan annan.

Ég komst upp úr ástarsorginni af því að það sem var fyrir framan mig var bjartara en það sem ég skildi eftir. Það komu ekki upp aðstæður þar sem ég gat „óvart“ laumast inn í fortíð mína. Hann var komin út úr lífi mínu og huga mínum. Ég gat komist í gegnum þetta og haldið áfram. Ég áttaði mig á því að framtíðin var bjartari og skemmtilegri en það sem ég skildi eftir í fortíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál