„Við rífumst ekki“

Robin McGraw er forsíðustúlka New You.
Robin McGraw er forsíðustúlka New You. Ljósmynd/New You

Eiginkona Dr. Phil, Robin McGraw, sagði frá því á dögunum að vinum þeirra þætti einkennilegt að hún rifist aldrei við eiginmann sinn, sjónvarpssálfræðinginn fræga.

„Fólk getur ekki skilið það þegar að ég segi að við rífumst ekki. Þau segja að það sé ekki eðlilegt, að ég sé að ljúga, af því að pör rífist,“ sagði tveggja barna móðirin, sem er 61 árs gömul og hefur verið gift sjónvarpsstjörnunni í 37 ár, í samtali við New You tímaritið og bætti við: „En við rífumst ekki og það er af því að ég ræddi það við hann er við byrjuðum að vera saman og ég sagði við hann að það væri mér ekki eðlislægt að búa inn á heimili þar sem fólk væri að rífast og öskra – foreldrar mínir gerðu það ekki, ég geri það ekki og ég vil ekki búa í þannig húsi. Hann skildi þetta og hann hefur aldrei birst sig við mig. Við rífumst ekki.“

Robin McGraw, sem er nú í fyrsta sinn forsíðustúlka sagði einnig að hún passaði sig á því að halda neistanum með því að daðra við Dr. Phil.

„Ég er alltaf að daðra. Það er ráðið sem ég veiti konum: Finndu út hvað það er sem manninum þínum finnst vera daður og finndu út hvað það er sem gerir eiginmann þinn ánægðan,“ sagði Robin McGraw.

Í viðtalinu talar hún einnig um það hvernig það var fyrir hana að alast upp með áfengissjúkum föður.

„Ég lifði í óvissu alla daga út af því og mér leið ekki vel. Ég tók mjög snemma ákvörðun um að gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að stjórna sjálf lífi mínu og mér,“ sagði McGraw.

Robin McGraw og Dr. Phil eiga tvo syni Jay Phillip McGraw, sem er 34 ára gamall, og Jordan McGraw, sem er 28 ára gamall. Eldri sonur þeirra Jay Phillip McGraw og eiginkona hans Erica McGraw eiga tvö börn saman.

Þrátt fyrir miklar annir Robin McGraw, segir hún að eiginmaður hennar hafi alltaf verið í forgangi hjá henni.

Í viðtalinu ráðlagði hún konum að finna jafnvægi á milli vinnu og fjölskyldu og sagði að það væri nauðsynlegt að konur spyrðu eiginmenn sína hvað þær gætu gert fyrir þá.

Einnig mælir hún með því að konur hrósi mönnunum sínum. „Phillip McGraw vill alltaf að ég segi honum hversu stolt ég er af honum og hann elskar að heyra það hvað ég met hann mikils.“




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál