Svona er ástalíf stjörnumerkjanna í sumar

Pixabay

Sumarið er ein rómantískasta árstíðin þegar grasið verður grænna og hitastigið hækkar. Þó að Íslendingar hafi fengið lítið annað en rigningu undanfarið verður að minnsta kosti heitt í kolunum í ástamálum stjörnumerkjanna en tímaritið Elle tók saman hvað gerist í málum þeirra í sumar. 

Hrútur. Ástamálin munu blómstra hjá þér í sumar og vera í hámarki alveg þar til í lok sumars 2015. Gerðu eitthvað stórt til að tjá einhverjum hrifningu þína eða segðu maka þínum að þú viljir vera baðaður/böðuð í athygli frá henni/honum. Vertu samt varkár vegna þess að ástarsaga þín gæti orðið dálítið dramatísk í sumar.

Naut. Eftir áralanga sambandssögu ertu loks tilbúinn til að setjast niður og jafnvel stofna þína eigin fjölskyldu með makanum. Ekki hunsa ráð vinkvenna þinna eða móður vegna þess að þær vita hvað er þér fyrir bestu. Ef þú ert nú þegar í sambandi skaltu krydda það með því að læra flottan kjöltudans, taka heitar myndir af þér fyrir makann eða koma ástinni á óvart með einhverjum hætti.

Tvíburi. Þú verður í stuði og daðrar mikið í sumar. Enginn er stríðnari en tvíburinn en passaðu þó að draga fólk ekki á asnaeyrunum. Ekki leika of marga leiki, það mun ekki leiða til góðs ef einhver særist. Ástin gæti blómstrað með einhverjum úr vinahópnum eða þú gætir hitt einhvern á meðan þú kannar þínar heimaslóðir eða nýja hverfið þitt. Ef þú ert nú þegar í sambandi gætirðu jafnvel leitað í sambandsráðgjöf til að eiga auðveldari samskipti við makann. Frábær leið til að tengjast makanum er að byrja saman í ræktinni þannig að notaðu sumarið til að koma þér af stað. Einhleypir tvíburar gætu jafnvel fundið ástina í lyftingasalnum.

Krabbi. Í sumar ertu að leita að einhverjum sem er rólegur og ekki endilega mikið fyrir æsing. Eftir heilt ár af misheppnuðum samböndum ertu loksins til í traust alvörusamband. Þú gætir hitt hann/hana í vinnunni eða þá að hann/hún gæti jafnvel verið með hreim. Ef þú ert nú þegar í sambandi munuð þið tala meira um praktíska hluti eins og framtíðina saman. Þú verður frjósöm/frjósamur í sumar þannig að ef þið eruð að reyna að eignast barn er sumarið rétti tíminn. Ef þú ert í giftingarhugleiðingum er sumarið tíminn.

Ljón. Þú ert vinsæl/ll í sumar og snýrð aftur í sviðsljósið eftir dágott frí frá því. Ef þú átt maka sem vill ofvernda þig mun athyglissýki þín fara í taugarnar á honum. Þér finnst þú kynþokkafull/ur í sumar og vilt að tekið verði eftir þér. Ef þú ert einhleyp/ur muntu vilja skemmta þér mikið en fjölskyldan vill að þú slakir á og setjist niður. Ef þín hugmynd að fullkomnu lífi er ekki sú vanalega; tvö börn, hundur, fallegt hús og hvíta girðingin um garðinn, skaltu halda þínu striki og fylgja því sem þú vilt og haga þínum ástamálum eins og þér þykir best.

Meyja. Þú gætir hitt hinn eina rétta í sumar eða fundið út hvernig þú vilt að sú manneskja sé. Manneskjan sem mun heilla þig er einhver sem þér hefði aldrei dottið í hug að þú gætir orðið hrifin/n af. Þið gætuð hist í fríi, í trúarathöfn eða á dansgólfinu. Ef þú þarft að jafna þig eftir eitthvað er sumarið akkúrat tíminn sem nýtist í það.

Vog. Leyfðu forvitninni í kynlífinu og fantasíunum að njóta sín. Ef þú ert ennþá að leita að hinum eina sanna/hinni einu sönnu muntu ekki finna hana ef þú gerir ekki annað en að sitja heima í sófanum og glápa á sjónvarpið. Mjög líklegt er að þú finnir þér maka í gegnum félagsskap sem þú ert tengd/ur. Ef þú ert nú þegar í sambandi er tilvalið að stunda félagslífið meira á næstunni. Að eignast vini sem par og þróa með sér sameiginleg áhugamál hjálpar ykkur að tengjast betur. Ekki gleyma að vera besti vinur maka þíns.

Sporðdreki. Ef þú ert í sambandi skaltu laga sambandið að hugmyndum þínum um ástina. Talaðu um framtíðina með makanum. Hugsanlegt er einnig að þú stofnir fyrirtæki með makanum eða byrjir að hitta einhvern sem þú kynntist í vinnunni. Ef þú ert ekki í sambandi mun hugsanlegum mökum rigna yfir þig í sumar. 

Bogmaður. Þú ert frjálsleg/ur í ástamálum í sumar og tekur áhættu. Hugsanlega kemstu í stuð í fríinu og finnur einhvern og ekki útiloka fjarsamband út frá því. Þér gæti fundist þú þurfa meira næði og sjálfstæði ef þú ert nú þegar í sambandi. Fjarlægð styrkir sambandið. Ef þú þarft að fyrirgefa einhverjum, gerðu það í sumar. Sumarið er tíminn til að hætta að hugsa um manneskju sem olli þér ástarsorg eða einstaklinginn sem komst undan. Syrgðu, leyfðu tilfinningum þínum að brjótast fram og jafnaðu þig svo þú getir haldið áfram. Ef þú ert ennþá með þeim sem olli þér sorginni, reyndu þá að vinna í því að ná sátt í stað þess að halda í gremju.

Steingeit. Þú ert tilbúinn að hefja samband með einhverjum sem þú hefur hugsað um lengi af huga, líkama og sál. Þú munt hugsa „allt eða ekkert“ um traust heðan í frá og krefjast algers trausts frá maka þínum. Þú munt einnig leyfa þér að prófa þig áfram í rúminu. Þú munt kynnast mörgu nýju fólki og getur nýtt þér það til að stofna til ástarsambands. Ef þú ert nú þegar í sambandi skaltu fara oftar út með makanum.

Vatnsberi. Samband sem hefur setið á hakanum undanfarið verður stöðugra í sumar. Hugsanlega er gifting í vændum eða þú tilkynnir á samfélagsmiðlum að þú sért komin/n í samband. Gleymdu því að þú eigir þér einhverja ákveðna týpu vegna þess að nú er tíminn sem andstæður ná saman. Jafnvægi vegur þungt í sambandinu þínu í sumar. Ef þú ert að hitta einhvern verðurðu að gera aðeins betur en þú hefur gert til að halda í hann/hana. Slakaðu samt á og ekki vera of þurfandi því annars muntu fæla ástina frá þér. Þú gætir kynnst makanum í vinnuumhverfi en hafðu varann á; ekki eyðileggja orðspor þitt í vinnunni. Ef maki þinn er líka vatnsberi er sumarið tíminn til að stofna fyrirtæki eða fara út í viðskipti saman.

Fiskur. Þú kolfellur fyrir gáfuðu fólki í sumar þannig að þú ættir að gefa því tækifæri. Þrá þín til að hugsa betur um líkamann og útlitið mun einnig brjótast fram. Þú munt hreinlega ljóma af þokka og vellíðan þín kemur fram í útlitinu. Einnig muntu hafa minni þolinmæði í að taka illri framkomu frá öðrum þegar þú ferð að hugsa betur um sjálfa/n þig. Ef þú ert nú þegar í sambandi mun sambandið stykjast vegna sjálfsstyrkingar þinnar. Vinndu í sjálfri/um þér og sjálfstraustið batnar. Fiskurinn gæti hitt hina einu réttu/hinn eina rétta í ræktinni eða í æfingasalnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál