Eyða allt að 500.000 kr. í bónorðið

Ljósmynd/Pixabay

Tímarnir breytast og mennirnir með segir gamall íslenskur málsháttur. Eitt dæmi um þetta er hvernig málin breytast á milli kynjanna en í dag virðist stærsti útgjaldaliðurinn við það að láta gefa sig saman ekki lengur vera brúðkaupið sjálft eða veislan heldur, miðað við nýjustu tískuna í þessum efnum, að trúlofunarbóninni verði náð á filmu.

Vefsíða Elle greinir frá því að með auknum þrýstingi frá samfélagsmiðlum finnist pörum þau sífellt þurfa að birta fullkomnar myndir af sér saman og sérstaklega mikilvægt sé að hafa trúlofunarmyndina sem flottasta. 

The Yes Girls, Shane Co. og HowHeAsked.com vilja meina að þróunin í þessum efnum sé sú að bónorðið komi ekki á óvart. Konur séu meðvitaðar um að þær séu á leið í hjónaband enda oft búnar að velja trúlofunarhringinn sjálfar.

Þó sé það undir karlmönnunum komið (í flestum tilfellum) að skipuleggja viðburðinn í kringum bónorðið svo að það verði sem flottast. Þannig sé það leið karlmannsins til að eigna sér bónorðið sjálft.

Elie Pitts, bónorða- og brúðkaupsráðgjafi hjá The Yes Girls, segir að kúnnar hennar eyði um 3.000 til 4.000 bandaríkjadollurum í viðburðinn eða allt upp í 500.000 krónum íslenskum.

Þá borgi þeir ráðgjafanum fyrir hugmyndavinnu og allan undirbúning, allt frá því hvar bónorðið muni eiga sér stað, hvaða blóm verði á staðnum, hvernig tónlist, hverjir myndi viðburðinn og þar fram eftir götunum.

Hins vegar sé hægt að fara upp í hærri upphæðir. Lúxushótelið The New York Palace býður upp á þesskonar þjónustu að skipuleggja bónorð, en það kostar hátt í 50.000 bandaríkjadollara.

Ef fólk vill hins vegar halda brúðkaup sitt í The New York Palace fer verðið yfir 100.000 bandaríkjadollara.

Hugsanlegt er að bónorðaviðburðurinn sé ekki einungis gerður fyrir aukna athygli á samfélagsmiðlum heldur hafi þróast út í það að verða sjálfstæðari viðburður sem krefst eigin undirbúnings og aukinna útgjalda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál