Giftu sig á Íslandi á elleftu stundu

Íslensk náttúra skartar sínu fegursta.
Íslensk náttúra skartar sínu fegursta. mbl.is/Rax

Bandarískt par frá Ohio kom til Íslands til að láta gifta sig og tók brúðkaupsmyndirnar í fallegri náttúru Íslands, að því er vefsíða Daily Mail greinir frá.

Sarah og Jack Walk eru bæði á tvítugsaldrinum og koma frá Ohioríki í Bandaríkjunum.

Þau voru á leið með að gifta sig í Ohio þegar áætlanir þeirra um staðsetningu giftingarinnar breyttust. 

Parið var búið að skipuleggja allt varðandi brúðkaupið, allt frá athöfninni til veislunnar, þegar þau ákváðu að breyta áætlunum sínum en þau höfðu bókað kanadíska ljósmyndarann Gabe McClintock fyrir brúðkaupsljósmyndirnar.

Þeim hafði þá þótt brúðkaupsundirbúningurinn of mikill og stressandi þannig að í stað þess að láta gifta sig í Ohio héldu þau til Íslands og létu gifta sig í Reykjavík.

Brúðkaupsljósmyndarinn kom með þeim til Íslands og hafa brúðkaupsmyndirnar farið eins og eldur í sinu um netheima en þær þykja ótrúlega fallegar og sýna vel óspillta náttúrufegurð Íslands.

HÉR og HÉR er hægt að skoða myndirnar og HÉR er heimasíða ljósmyndarans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál