Ert þú í góðu sambandi?

Ljósmynd/Pixabay

Sambönd krefjast vinnu og eru stundum erfið en þið eruð góð heild ef fullkomið traust er ykkar á milli og þið vinnið saman að því að halda sambandinu góðu. 

Vefsíðan The Mind Unleashed nefnir tíu hluti sem segja þér að þú sért í góðu sambandi.

1. Misskilningur er óhjákvæmilegur. Ef þú tekur makann þinn á orðinu og kemst að því seinna að hann meinti eitthvað annað, ekki refsa honum. Að minnast stöðugt á það mun aðeins skemma sambandið og valda tjáningarerfiðleikum seinna meir. Vertu opin/n fyrir því að fyrirgefa misskilning vegna þess að hann þarf ekki að skipta miklu og verður aðeins að leiðindum ef þú gerir stórt mál úr honum.

2. Lærðu að treysta makanum. Þú verður að treysta maka þínum. Ef þú vilt deila lífi þínu með einhverjum geturðu ekki um leið efast um allt sem hann gerir þegar þú ert ekki viðstödd/staddur. Bestu samböndin eru þau sem byrja með góðu trausti og þó að vandamál komi upp mun traustið vera svo gott að það mun halda ykkur saman.

3. Leyfið hvort öðru að sakna hvors annars. Þegar maður er ástfanginn vill maður eyða öllum sínum tíma með makanum. Eins gaman og það er að eyða tíma með makanum er það hollt að hafa tíma fyrir sjálfan sig og annað fólk. Þá hafið þið líka meira að segja hvort öðru næst þegar þið hittist. Að sakna hvors annars er hollt og styrkir sambandið. Það að sjá ekki makann í einhvern tíma mun gera ykkur hamingjusamari og vissari um sambandið.

4. Hvettu til vaxtar og breytinga. Gott samband einkennist af þroska og breytingum. Fólk breytist og þroskast og ef þig langar til að breyta til í þínu lífi ætti maki þinn að styðja við bakið á þér. Stuðningur einkennir gott samband. Hvettu maka þinn til að stunda áhugamál og hitta nýtt fólk, lífið tekur breytingum og þið eigið að vaxa saman. Ef þú vilt að maki þinn verði samur öll sín ár verður samband ykkar líklegast hundleiðinlegt.

5. Málamiðlanir merkja ekki veiklyndi. Það þýðir ekki að þú sért að gefa undan ef þú gerir málamiðlanir. Stundum er mjög erfitt að gera málamiðlanir en horfðu á málin frá öðru sjónarhorni en þínu eigin og reyndu að komast að rökréttri lausn. Ekki óttast að viðurkenna það þegar maki þinn hefur rétt fyrir sér. Það er mikilvægara að sambandið gangi heldur en að þú fáir þínu framgengt og málamiðlanir munu bara styrkja sambandið.

6. Viðurkenndu veikleika þína. Maki þinn telur þig líklegast ekki vera ofurhetju og vonandi býstu ekki við því af honum að hann (hún) sé ofurhetja. Við erum öll mannleg og höfum okkar galla. Það er í lagi að viðurkenna sína galla en til að geta átt í stöðugu og alvörugefnu sambandi verðurðu að viðurkenna veikleika þína fyrir maka þínum. Maki þinn mun geta stutt þig betur og verið næmari um þá hluti sem angra þig ef hann veit af veikleikum þínum.

7. Sættu þig við hlutina. Stundum geturðu einungis sætt þig við hlutina en ekki lagað þá. Fólk hefur sína fortíð en það þýðir ekki að afneita henni né velta sér upp úr henni. Best er að viðurkenna hana og reyna að komast yfir hlutina. Vandamálin hverfa ekki af sjálfu sér en mikilvægt er að sætta sig við eigin fortíð og halda áfram að lifa lífinu í stað þess að lifa stöðugt í fortíðinni.

8. Fyrirgefðu fljótt og af öllu hjarta. Ekki hugsa um það hver vinnur eða tapar þegar þið farið að rífast. Sambönd virka ekki þannig. Reynið frekar að læra af rifrildunum, af því sem sagt var og hvernig þið leystuð málin. En ekki stoppa þar, fyrirgefðu makanum eftir rifrildið og haldið áfram. Gremja mun aðeins byggjast upp ef þið fyrirgefið ekki hvort öðru.

9. Ekki vænta neins af makanum. Ekki búast við því að maki þinn lesi hugsanir þínar, komi með morgunmat í rúmið til þín eða bjóðist til að sjá um uppvaskið. Það er ekki hægt að búast við neinu af fólki vegna þess að væntingar þínar til annarra eru öðru fólki ókunn. Gerðu maka þínum ljóst hvers þú væntir úr sambandinu. Þetta hjálpar þeim að vera tillitsamir gagnvart þér og þínum vilja.

10. Sýndu tilfinningar þínar. Það versta sem þú getur gert í sambandi er að leika leiki. Ekki verðlauna góð verk með ást og umhyggju vegna þess að makanum verður alltaf að finnast hann elskaður, ekki bara þegar hann gerir eitthvað sérstakt fyrir þig. Ef þú ert reið/ur sýndu það í stað þess að fela það. Vertu hreinskilin/n.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál