Samskiptin dóu þegar hann borgaði reikninginn

Ljósmynd/Pixabay

Samskipti kynjanna eru og hafa alltaf verið óendanleg ráðgáta. Hugsanlegt er að þegar kemur að stefnumótum og samböndum þá hafi kynin einfaldlega ólíkar væntingar.

Mind Body Green ræddi við karlmann sem fór á stefnumót með konu sem honum fannst hann fá mjög óskýr skilaboð frá.

Þau höfðu kynnst á stefnumótasíðu og hisst í kaffi. Á kaffihúsinu náðu þau að kynnast ágætlega en það var aðallega af því að konan var svo hreinskilin. Hún fór ekki dult með baráttu sína við eiturlyf og fleiri afar persónulega hluti. Þau töluðu um starfsferil sinn, tónlist, ást og allt milli himins og jarðar.

Eftir kaffið bauð hann henni út að borða næsta dag og samþykkti hún boðið. Þau hittust á veitingastað kvöldið eftir. Þau hófu strax innilegt samtal um allt á milli himins og jarðar og þóttu smella mjög vel saman.

Hins vegar þegar reikningurinn fyrir matnum kom beið konan eftir að karlmaðurinn teygði sig í veskið og borgaði reikninginn. Þau höfðu þá látið reikninginn sitja á borðinu óhreyfðan í um það bil eina mínútu áður en maðurinn bauðst til að borga.

Eftir að maðurinn borgaði reikninginn þakkaði konan ekki fyrir sig og bauðst ekki til að borga næst.

Maðurinn taldi konununa mikinn jafnréttissinna eftir að hafa sagt að henni fyndist að karlar og konur ættu að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Þess vegna olli það honum miklum vonbrigðum að konan skyldi ekki bjóðast til þess að borga næst eða jafnvel greiða reikninginn sjálf.

Eftir að reikningurinn var borgaður töluðu þau í um 20 mínútur áður en þau héldu hvort sína leið.

Næsta morgun hafði karlmaðurinn samband við konuna þar sem hann þakkaði henni fyrir gott samtal kvöldinu áður og bauð henni að koma með sér í göngutúr um helgina. Hún svaraði að hún væri að fara út úr bænum í þrjár vikur og kæmist þess vegna ekki en bauðst til að hitta hann þegar hún kæmi til baka.

Þau merki sem karlmaðurinn hafði fengið frá konunni sem komið var voru eftirfarandi:

1. Hún teygði sig ekki í veski sitt þegar reikningurinn fyrir matnum kom og hugðist þannig ekki ætla að borga reikninginn og bauðst ekki til að borga næst þannig að hugsanlega vill hún að einhver sjái um hana peningalega séð.

2. Það að hún vilji ekki hittast næstu þrjár vikurnar segir að hún sé kannski pínulítið sjálfselsk, uni sér vel ein og þurfi alls ekki á karlmanni að halda.

Þessi skilaboð las maðurinn úr hegðun og orðum konunnar.

Karlmanninum þótti það jaðra við hræsni að segjast vera sjálfstæð en ætlast um leið til þess að karlmenn borgi kvöldverð hennar.

Það hefði verið kurteisara að þakka að minnsta kosti fyrir sig og bjóðast til að borga næstu máltíð.

Vandamálið telur hann liggja í ólíkum væntingum í sambandi kynjanna. Eina lausnin sé að tjá sig skýrt og vera hreinskilin um væntingar okkar til annarra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál