10 atriði sem þú átt ekki að segja við „eldri“ maka

Michael Douglas ásamt konu sinni, Katherine Zeta-Jones.
Michael Douglas ásamt konu sinni, Katherine Zeta-Jones. AFP

Ef þú átt kærasta, unnusta eða eiginmann sem er töluvert eldri en þú, líkt og Charlize Theron, Emilie Livingston eða Catherine Zeta Jones gera, er þetta listinn sem þú verður að lesa. Vefsíða tímaritsins Elle taldi upp 10 atriði sem ætti að forðast að segja ef þú átt í ástarsambandi við eldri mann, en líklega hefurðu nú þegar sagt að minnsta kosti eitt af listanum við makann.

Þetta ættir þú ekki að segja:

1. „Þú átt eftir að verða gamall pabbi.“ Fátt annað fer meira í taugarnar á eldri mönnum en að vera óviss um hvort þeir muni geta leikið við börn sín þegar þeir verða eldri án þess að brjóta mjöðm.

2. „Ég held að hárlínan þín sé að færast ofar.“ Það fer ekki öllum vel að vera sköllóttur þannig að ekki minnast á það.

3. „Ertu þreytt/ur?“ Þeir lifa þetta af. Þó að klukkan sé tvö að nóttu til og þið séuð ennþá á skemmtistaðnum þýðir það ekki að þeir geti ekki vaknað snemma næsta dag.

4. „Notaðir þú einu sinni kassettur?“ Þú þarft ekki að spyrja vegna þess að svarið er líklegast já.

5. „Er þetta grátt hár?“ Eitt grátt hár á ekki eftir að drepa neinn og þeir vita líklega vel af því að þeir eru farnir að eldast.

6. „Þú hefur líklegast gleymt því.“ Þú þarft ekki að minna þá á að líkaminn og heilinn hrörna með aldrinum en ástæðan getur líka verið að það sem þeir áttu að muna eftir hafi verið svo lítilvægt að þeir hafi gleymt því þess vegna.

7. „Sendirðu sms?“ Meira að segja fimm ára börn skilja broskallasendingar, þannig að svarið er líklegast já.

8. „Þú ert ekki gamall!“ Jú, þeir eru gamlir og hafa líklega flestir sætt sig við það.

9. „Verum úti aðeins lengur!“ Stundum langar þá að vera úti lengi en stundum langar þá líka að fara snemma heim og horfa frekar á sjónvarpið.

10. „Manstu eftir (einhverju leikfangi frá níunda áratuginum)? Æ, skiptir ekki máli.“ Ef þeir fæddust ekki á sama áratugi og þú er ólíklegt að þeir munum eftir hlutunum sem þú ólst upp með, hvort sem það eru leikföng, hljómsveitir eða annað. 

Ljósmynd/Wikimedia Commons
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál