7 setningar sem þú ættir aldrei að láta út úr þér

Ljósmynd/Pixabay

Það er aldrei gaman að rífast en rifrildi eru óumflýjanlegur hluti af heilbrigðu sambandi. Þegar þín velferð er svo tengd gjörðum annarrar manneskju líkt og gerist í sambandi er óraunhæft að ætla aldrei að verða ósammála, rífast eða verða særð/ur.

Rifrildi eru þannig ekki einungis óumflýjanleg heldur eru þau einnig nauðsynleg. Til dæmis getur verið óþægilegt að rífast um peningamál en það getur hins vegar leitt til betri fjárhagsákvarðana í framtíðinni og aukinnar virðingar ykkar á milli.

Hins vegar eru nokkur rifrildi sem við gerumst líklega mörg sek fyrir að hafa átt sem hafa ekkert gert til að bæta samband okkar við makann né skapa traust.

Hér fyrir neðan nefnir Mind Body Green nokkra hluti sem aldrei ætti að segja við makann nema í þeim tilgangi að stofna til óþarfa rifrilda sem leiða ekkert.

1. „Ég þoli ekki vin þinn.“ Það er ekki heimsendir ef makinn þinn á vin sem hagar sér eins og fífl í matarboðum. Sá vinur er hluti af lífi maka þíns af einni ástæðu eða annarri og það að þú skulir tala illa um manneskjuna mun aðeins valda illindum í ykkar sambandi. Ef vinurinn sem um ræðir gerir hins vegar eitthvað sem er mjög særandi eða óviðeigandi er best að láta það hjá sér fara, maður getur ekki stjórnað öðrum.

2. „Hættu að keyra svona!“ Þú ættir ekki að gera athugasemdir við aksturslag makans nema þú sért í raunverulegri lífshættu. Ef maki þinn er að senda skilaboð úr símanum á meðan hann keyrir eða sýnir mikla reiði í akstri máttu öskra á hann fyrir það en þú ættir annars ekki að gagnrýna hvernig maki þinn keyrir vegna þess að það mun bara enda í óþarfa rifrildi. Í staðinn fyrir að skipta þér af akstrinum getur þú spurt hvort eitthvað sé að angra maka þinn eða hvort hann sé annars hugar.

3. „Ætlarðu að vera í þessu?“ Ef maki þinn vill heyra hreinskilið svar frá þér um það sem hann gengur í máttu endilega deila því hvað þér finnst með honum. Ef ekki, þá er best að sleppa því. Ef þú ert í sambandi með viðkvæmum einstaklingi eru líkur á því að hann/hún muni ekki verða ánægð að heyra að þér finnist klæði hennar/hans vera ljót. Þess konar neikvæðar athugasemdir gætu eyðilagt daginn ykkar saman.

4. „Ég þéna meira en þú.“ Þú ættir aldrei að segjast þéna meira en maki þinn þegar þið rífist vegna þess að það mun aldrei leiða til góðs. Samband er ekki samkeppni. Þó að þú þénir kannski meira en maki þinn þýðir ekki heldur að þú fáir að taka allar ákvarðanirnar í sambandinu né að þú ættir að taka minni þátt í heimilislífinu.

5. „Ekki snerta símann minn!“ Þessi setning leiðir ekkert af sér nema vantraust. Við geymum nær allar persónulegar upplýsingar okkar í símanum en ef við höfum ekkert að fela fyrir makanum okkar ætti ekkert að standa í vegi fyrir að makinn fái að skoða símann. Það er eðlilegt að vilja næði og að virða persónulegar eigur annarra en ef maki þinn þarf að sjá símann þinn og þú missir þig yfir því og bannar honum að fletta í gegnum hann geturðu verið viss um að rifrildi eigi eftir að koma upp og jafnvel vantraust síðar meir. Ef þú hefur ekkert að fela þá ættirðu ekki að hafa áhyggjur af því hvað maki þinn muni finna.

6. „Ég hef allavega aldrei (hér kemur viðkvæmt atvik sem maki þinn hefur gert).“ Þetta ættir þú aldrei að segja við maka þinn, sama hvað það er sem hann gerði. Við höfum öll gert hluti sem við erum ekki stolt af en að minnast á það við makann mun bara gera skaða og er illgjarnt. Virkilega reyndu að fyrirgefa maka þínum fyrir það sem hann gerði í fortíðinni án þess að dæma hann, svo að athugasemdir sem þessar komi aldrei upp.

7. „Verðum við að hitta fjölskylduna þína aftur?“ Tengdafjölskylda þín þarf ekki endilega að vera uppáhalds fólkið þitt en þau eru fjölskylda maka þíns og þú getur átt von á því að hitta þau reglulega. Ef þér þykir tengdafjölskylda þín hafa óraunhæfar væntingar, hvort sem það er að þau komi í heimsókn án þess að hringja á undan sér eða vilja að þú hættir við öll þín plön og hittir þau í staðinn, skaltu ræða málin við maka þinn og setja mörk. Þú ættir aldrei að móðga fjölskyldu maka þíns, jafnvel þó að þau fari í taugarnar á þér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál