Hvernig daðrari ert þú?

Ljósmynd/Pixabay

Hvernig veistu að einhver er að reyna við þig? Stundum er daður mjög augljóst en oft getur verið erfiðara að greina hvort að einhver sé að gefa manni kurteist hrós eða reyna við mann óbeint. Hversu nákvæmlega getum við vitað hvort einhver sé að reyna við okkur eða ekki?

Daður getur verið flókið en samkvæmt skilgreiningu á daðri er daður samskipti milli fólks þar sem annar aðilinn eða báðir gefa til kynna um hann hafi rómantískan eða kynferðislegan áhuga á annarri manneskju.

Flestir hafa ekki gaman af því að fá höfnun þannig að margir daðra óbeint eða nota aðferðir sem líkjast öðrum saklausari samskiptum eins og að stríða, grínast eða vera vinalegir.

Samkvæmt vefsíðunni Psychology Today veita nýlegar rannsóknir nýja innsýn í hversu nákvæmlega fólk greinir hvort um daður sé að ræða eða ekki en í rannsókninni var ókunnugt fólk látið tala við hvort annað í tíu mínútur og eftir á voru þau spurð út í samskiptin.

Það sem meðal annars kom fram í rannsókninni:

1. Líkamleg hrifning. Meiri líkur eru á því að manneskja daðri við ókunnuga manneskju ef hún hrífst af útliti hennar. Þrátt fyrir að vera hrifin af útliti manneskjunnar tengist það hins vegar ekki skynjun okkar á daðri. Það þýðir að þó að einhver hafi útlitið með sér þýðir það ekki að taka skuli venjulegum athugasemdum eða spjalli sem daðri.

2. Bæði konur og menn eru léleg í að greina daður. Rannsóknin sýnir að þegar við tölum við ókunnuga vitum við ekki þegar verið er að reyna við okkur. Í rannsókninni vissu konur aðeins í 18% tilfella að verið væri að daðra við þær en hjá körlunum vissu þeir það í 36% tilfella.

3. Fólk greinir betur þegar ekki er verið að daðra heldur en þegar verið er að daðra. Í rannsókninni vissu konur í 83% tilfella hvenær ekki var verið að daðra við þær og karlar í 84% tilfella.

Rannsóknin í heild sýnir að fólk tekur daðri í flestum tilfellum sem venjulegum samræðum. Þannig er fólk að missa af tækifæri til að stofna til rómantískra tenglsa vegna misskilnings.

En hvernig er hægt að koma auga á daður? Hér eru nokkrar leiðir:

1. Leitaðu að merkjum. Líkamstjáning okkar er meiri en við viljum oft gera okkur grein fyrir en rannsóknir sýna að fólk leitar að ákveðnum merkjum í hegðunarmynstri einstaklings ef það vill stofna til ástarsambands eða rómantískra tengsla við manneskjuna. Dæmi um þessi merki eru að brosa, halla sér fram, koma á snertingu við einstaklinginn og ná augnsambandi við hann.

2. Hlustaðu vel. Bæði menn og konur eru jafn góð í að bera kennsl á daður í formi orða. Sérstaklega á fólk það til að túlka hrós þannig að hinn aðilinn hafi kynferðislegan áhuga á sér. Einnig ef aðilinn talar augljóslega um að hann sé einhleypur og tilbúinn í að hitta einhvern og gefur kynferðislegan áhuga í skyn, þá er augljós áhugi til staðar.

3. Hugsaðu út í samhengið. Hvar eruð þið stödd? Daður er mun líklegra til að eiga sér stað á stöðum þar sem margt fólk hittist saman og getur auðveldlega talað saman, eins og til dæmis á kaffihúsi, skemmtistað eða þar sem fólk kemur saman til að stunda áhugamál sín.

4. Daðuraðferðir fólks eru mismunandi. Það daðra ekki allir eins en ef þú þekkir stíl manneskjunnar geturðu með auðveldari hætti séð hvenær hún er að daðra. Hefðbundið daður er til dæmis kurteist daður sem á sér stað í til dæmis partíi, á bar eða í skólasamfélagi en alls ekki til dæmis í matvörubúð þar sem fólk er að spjalla saman. Líkamlegt daður er daður þar sem manneskjur nota líkamstjáninguna mikið til að daðra. Svo er til tegund af daðri sem er augljósara en hið hefðbundna daður en það er þegar manneskja er mjög hreinskilin í daðrinu og samhengið passar kannski ekki endilega. Þess konar daður gæti átt sér stað í matvörubúð eða á öðrum óviðeigandi stöðum. Í síðasta lagi er til hreinskilið daður þar sem manneskjan reynir að kynnast hinni manneskjunni vel og vill ekki verða gómaður við of beinskeytt daður.

Þrjár spurningar sem greinarhöfundur varpar fram í lokin um daður eru hvort að þú daðrir alltaf við manneskjuna þegar þú hittir hana, hvort hegðun þín eða þess sem daðrar sé bara bendluð við þig eða þessa einu manneskju eða alla – og síðast en ekki síst hvort samþykki liggi fyrir því hvort daðrið sé í lagi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál