Öðlastu betra sjálfstraust

Ljósmynd/Pixabay

Fólk með gott sjálfstraust er ekki hrokafullt, það er ekki endilega grannasta manneskjan herberginu né fallegasta eða gáfaðasta mannveran á svæðinu en hún er þannig að allir vilja vera í kringum hana einhverra hluta vegna.

Hvað er það sem laðar annað fólk að okkur? Gott sjálfstraust er lykillinn að velgengni en sjálfstraust kemur ekki að sjálfu sér og sjálfstraust er alls ekki það sama og hroki.

Hér eru nokkur atriði sem fólk sem hefur gott sjálfstraust á sameiginleg.

1. Það finnur sér tilgang í lífinu og lifir eftir þeim tilgangi. Tilgangur þinn í lífinu er að finna hver þú ert og að vera þú sjálf/ur. Ekkert meira né minna en það. Horfðu á það sem er gott við þig frekar en að einblína stöðugt á galla þína, gerðu það sem lætur þér líða vel og trúðu á sjálfa/n þig!

2. Það æfir sig. Allir helstu hugsuðir, listamenn, ræðumenn eða hvað annað okkar tíma hafa þurft að æfa sig áður en kemur að stóru stundinni. Æfingin skapar meistarann og mundu það að það kemst enginn á leiðarenda án þess að hafa fyrir því. Æfðu þig í því að byggja upp sjálfstraust, til dæmis með því að fara með ræðu fyrir framan spegil eða anda rólega og fara yfir það sem þú ætlar að gera í huganum.

3. Það eyðir tíma með sjálfum sér. Fólk með gott sjálfstraust getur verið eitt síns liðs og þykir gott að eyða tíma með sjálfum sér. Eyddu tíma með sjálfri/um þér og elskaðu sjálfa/n þig. Farðu í heitt bað, stundaðu jóga eða skrifaðu niður þín eigin gildi í lífinu.

4. Það tekur engu persónulega. Fólk með gott sjálfstraust tekur ekki hlutunum sem persónulegum árásum. Lærðu að taka gagnrýni á uppbyggjandi hátt og byggðu upp innri styrk. Þegar við lærum að taka gagnrýni á jákvæðan hátt þá breytist viðhorf okkar og við öðlumst meiri samúð og ást fyrir hlutunum.

5. Það spyr uppbyggilegra spurninga. Við erum stöðugt að reyna að finna út hvað hlutirnir merkja eða hvað við ættum að gera. Þess konar spurningar geta verið þreytandi en þá er mikilvægt að vera jákvæður og spyrja sig jákvæðra spurninga í stað neikvæðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál