Þetta þarftu að ræða fyrir brúðkaupið

Brad Pitt og Angelina Jolie.
Brad Pitt og Angelina Jolie. mbl.is/AFP

Fólk sem er á leið í hjónaband þarf að ræða nokkur atriði áður en það er pússað saman. Hér fyrir neðan er upptalning á heppilegum umræðuefnum áður en skrefið er stigið til fulls. 

Fjármál og skuldir. Það er mikilvægt að ræða peningamál af hreinskilni við makann áður en þið giftist. Ef annað hvort ykkar er skuldugt eða hefur tekið lán mun það aðeins valda ykkur óþarfa erfiðleikum í framtíðinni ef þið leynið því fyrir makanum. Ræðið hvernig þið ætlið að skipta niður greiðslum og hvernig þið ætlið að haga fjármálunum.

Börn og uppeldi. Þið þurfið að ræða hvort þið viljið eignast börn í framtíðinni og hvernig þið viljið haga uppeldinu. Einnig þurfið þið að ræða hvort annað hvort ykkar langi til að vera heimavinnandi í einhvern tíma á meðan börnin eru lítil. Einnig er mikilvægt að tala um hver geti passað börnin ef eitthvað kemur upp á. Einnig er ágætt að ræða hvort þið viljið ala börnin upp í einhverri ákveðinni trú eða ekki.

Flutningar. Ræðið hvort þið viljið hugsanlega flytja í framtíðinni, hvort sem það er milli staða eða jafnvel til útlanda. Stundum er nauðsynlegt að flytja vegna vinnu eða ódýrara húsnæðis. Ræðið einnig hvort makinn muni vilja búa nálægt foreldrum sínum eða fjölskyldu í framtíðinni.

Lífsgildi. Gifting felur það í sér að maður gerir framtíðaráætlanir með makanum þannig að mjög mikilvægt er að þið vitið hver lífsgildi hvort annars eru áður en þið giftist. Þið verðið að vita hvað þið viljið fá út úr lífinu, hvort sem það er að ferðast mikið eða safna frekar fyrir húsi. Ræðið þessi mál og gerið málamiðlanir ef þið eruð ósammála. Þið ættuð bæði að geta látið drauma ykkar rætast en hugsanlega þurfið þið eitthvað að hliðra til í dagskránni í samanburði við dagskrá makans.

Foreldrar á elliárum. Nauðsynlegt er að ræða hvernig hlutirnir muni verða þegar foreldrar ykkar verði eldri, hvort þau muni hugsanlega flytja inn til ykkar í framtíðinni, hvort þið munið þurfa að hugsa um þau eða líta eftir þeim eða annað.

Erfiðu málin. Byrjaðu á því að spyrja makann hvað sé það erfiðasta sem hann hefur gengið í gegnum og hvernig hann komst í gegnum það. Þetta mun gefa þér innsýn í hvernig maki þinn tekst á við erfiðar aðstæður og hvers konar stuðning hann þarf eða veitir í erfiðum aðstæðum. Ræðið því næst hvernig þið munið takast á við erfiða tíma eins og ef einhver fellur frá, ef þið lendið í fjárhagserfiðleikum eða annað. Ræðið einnig hvernig þið munið takast á við til dæmis ófrjósemi eða önnur erfið líkamleg eða andleg mál.

Bætið samskiptin markvisst. Ef þið hafið verið saman í einhver ár hafið þið líklega myndað einhvers konar samskiptamunstur ykkar á milli en það er mikilvægt að tala um það hvernig þið getið bætt samskiptin. Reynið að bæta það stöðugt hvernig þið rífist, hvernig þið gerið málamiðlanir og hvernig þið ræðið hlutina.
 

Ljósmynd/Pixabay
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál