„Þeir vildu bara sofa hjá feitri stelpu“

Tinder smáforritið er afar vinsælt hjá einhleypum einstaklingum um þessar …
Tinder smáforritið er afar vinsælt hjá einhleypum einstaklingum um þessar mundir.

Nafnlaus pistlahöfundur birti grein á á heimasíðu theCut um reynslu sína af stefnumóta-smáforritinu Tinder. Pistlahöfundurinn er í ofþyngd og segir það hafa haft mikil áhrif á það hverjir höfðu samband við hana.

„Þegar ég byrjaði á Tinder í sumar höfðu fleiri menn samband við mig á einni viku heldur en höfðu gert allt mitt líf. Ég er í yfirvigt. Það hefur aldrei verið auðvelt fyrir mig að fara á stefnumót og það verður bara erfiðara með aldrinum,“ útskýrir nafnlausi pistlahöfundurinn og viðurkennir að hún hafi verið hikandi í upphafi þar sem allt snýst um útlit á Tinder. „En þegar nokkrar vinkonur mínar höfðu fundið sér maka á Tinder, þá ákvað ég að láta reyna á þetta.“

Nafnlausi pistlahöfundurinn segir Tinder hafa komið sér á óvart í fyrstu. „Ég fékk ótal kynferðisleg skilaboð þar sem menn gerðu athugasemd um stærð mína. Í fyrstu hugsaði ég: „er það svona sem fólk verður ástfangið?“. En engin af þessum fallegu Tinder-sögum sem ég hafði heyrt byrjuðu á svona grófum skilaboðum.“

„Ég fór að spyrja vinkonur mínar og vinnufélaga út í þetta, hvort að þær hefðu líka fengið svona gróf skilaboð en þær svöruðu neitandi.“

Nafnlausi pistlahöfundurinn hélt kannski að hún væri að senda út röng skilaboð með prófíl-myndinni sinni en vinir hennar sögðu að svo væri ekki.

„Eftir að hafa notað Tinder í um mánuð komst ég að því að þessir menn sem voru að senda mér gróf skilaboð vildu ekki kynnast mér, þeir vildu bara sofa hjá feitri stelpu. Þeir voru með blæti fyrir feitum stelpum. Ég vissi varla að þetta blæti væri til en þarna kom það í ljós, þessir menn voru óhræddir við að tjá sig um það í felum á bak við símann,“ skrifar pistlahöfundurinn.

„Ég skil að fólk girnist ólíka hluti en ég hafði það stundum á tilfinningunni að þessi menn héldu að þeir gætu talað við mig hvernig sem þeim sýndist, þeir héldu að ég væri örvæntingarfull.“

„Ég verð að viðurkenna að það var gaman að fá alla þessa athygli,“ segir nafnlausi pistlahöfundurinn sem hefur enn ekki farið á Tinder-stefnumót. „Í dag er ég ef til vill aðeins öruggari með mig, áður fyrr þoldi ég ekki þegar strákar gerðu athugasemd um líkama minn en Tinder kenndi mér að það eru margir menn sem fíla mig eins og ég er og ég ætti að njóta þess.“

Nafnlaus pistlahöfundur á theCut segir konur í yfirþingd fá öðruvísi …
Nafnlaus pistlahöfundur á theCut segir konur í yfirþingd fá öðruvísi athygli frá karlmönnum heldur en aðrar konur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál