Tvítugar stúlkur eftirsóknaverðastar

Margir karlmenn laðast að mun yngri konum.
Margir karlmenn laðast að mun yngri konum. mbl.is/AFP

Christian Rudder, eigandi stefnumótasíðunnar OKCupid, gaf nýverið út bók sem innihélt áhugaverða tölfræði sem hann hefur unnið út frá upplýsingum sem finna má á vinsælum stefnumótasíðum.

Í bókinni, sem heitir Dataclysm, kynnir hann áhugaverðar niðurstöður rannsókna sinna. Niðurstöðurnar eru sumar bæði hneykslanlegar og fremur sorglegar. Niðurstöður einnar rannsóknar Rudders sýna að bandarískir karlmenn á öllum aldri eru hrifnastir af tvítugum stúlkum. Hins vegar eru konur yfirleitt hrifnastar af karlmönnum sem eru einu til tveimur árum eldri en þær sjálfar ef marka má tölfræðiupplýsingar Rudder.

Rudder útbjó töflur sem sýna svart á hvítu hvaða aldur er eftirsóknaverðastur þegar kemur að hinu kyninu. Á töflunni má til að mynda sjá að flestir 49 ára karlmenn sem tóku þátt rannsókninni laðast helst að tvítugum stúlkum og verða þær niðurstöður að teljast sláandi.

Hérna má sjá upplýsingar úr bókinni Dataclysm. Til vinstri er …
Hérna má sjá upplýsingar úr bókinni Dataclysm. Til vinstri er aldur þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni og til hægri er aldur þeirra karlmanna sem þær laðast helst að.
Upplýsingar úr rannsókn Christian Rudder eru sláandi en þær sýna …
Upplýsingar úr rannsókn Christian Rudder eru sláandi en þær sýna að margir eldri karlmenn laðast helst að tvítugum stúlkum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál