Ástæður kynlífsskorts í samböndum

Nýleg rannsókn leiddi í ljós að bresk pör eru ekki …
Nýleg rannsókn leiddi í ljós að bresk pör eru ekki að stunda eins mikið kynlíf og þau hefðu viljað.

Er kynlífið í þínu sambandi dapurlegt? Margir svara þessari spurningu játandi en ný rannsókn leiddi í ljós að um 40% breskra para stunda minna kynlíf en þau myndu vilja og flestir kenna álagi um.

Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að flest pör stunda kynlíf tvisvar sinnum í viku að meðaltali en væru þó til í að stunda það oftar.

Rannsóknin leiddi í ljós að þau pör sem tóku þátt í henni hafa stundað minna kynlíf á þessu ári heldur en í fyrra. Þessu er greint frá á heimasíðu MailOnline.co.uk.

Þegar þátttakendur rannsóknarinnar voru beðnir um að giska á af hverju kynlífið væri dapurlegra en ætla mætti þá sögðust langflestir telja að fjármálaáhyggjum væri um að kenna. 34% þátttakenda kenndu þá langri vinnuviku um kynlífsskort á meðan 31% kvaðst deila rúminu með gæludýri sem hefði slæm áhrif á ástarlífið.

Þá leiddi rannsóknin einnig í ljós að 58% þátttakenda líður betur í sambandi þegar kynlífið er mikið.

Ætti hundurinn að sofa uppi í rúmi?
Ætti hundurinn að sofa uppi í rúmi?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál