Bauð börnunum upp á píku-kökur

Eiga þessar formkökur heima í barnaafmæli?
Eiga þessar formkökur heima í barnaafmæli? www.elitedaily.com

Á heimasíðu Elite Daily má lesa um móður sem sendi sjö ára barnið sitt í skólann með litlar formkökur sem voru í laginu eins og kynfæri kvenna.

Þessi móðir vildi að barnið sitt og bekkjarfélagar þess lærðu að píkur koma í allskonar litum og stærðum og eru ólíkar í lögun. Þessi kennsluaðferð móðurinnar sló ekki í gegn hjá kennara barnsins.

Þegar kennarinn tilkynnti móðurinni um að formkökurnar, sem voru í öllum stærðum og gerðum, væri óviðeigandi fyrir ung börn lét móðirin gremju sína í ljós. Hún sendi kennaranum harðyrt bréf.

„Ég hélt að þú værir klár kona vegna afreka þinna og kennsluaðferða. En ég hef skipt um skoðun. Þú ert ein þröngsýnasta kona sem ég veit um,“ skrifar móðirin reiða í bréfinu. „Af hverju neitar þú börnunum um þessa mikilvægu vitneskju. Við sem konur ættum að standa saman og fræða fólk um píkuna og hvernig á að þóknast henni.“  Móðirin líkur bréfinu á fjandsamlegum nótum. „Ég vona að þú endir með ofbeldisfullum eiginmanni,“ sagði móðirin meðal annars.

Brot úr ósmekklegu bréfi sem reiða móðirin sendi kennara barns …
Brot úr ósmekklegu bréfi sem reiða móðirin sendi kennara barns síns. www.elitedaily.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál