Kennir lágum bótum um offituna

Christina Briggs berst við offitu.
Christina Briggs berst við offitu.

Hin 26 ára Christina Briggs glímir við offitu en hún er 158 kíló. Briggs er atvinnulaus og þiggur bætur frá breska ríkinu, hún kennir lágum bótum um offituna.

Briggs kveðst hata að vera eins þung og raun ber vitni en hún telur sig ekki geta breytt um lífstíl sökum þess að hún hefur bara efni á óhollum mat. Briggs hefur þá einnig útilokað það að stunda líkamsrækt vegna þess að aðgangur í líkamsræktarstöð er dýr.

„Ég reyndi að byrja að synda en það kostar 22 pund (4.300 krónur) á mánuði sem þýðir að þá þyrfti ég að hætta að panta pítsu og kínverskan mat,“ sagði Briggs í viðtali við Closer tímaritið.

Briggs fær tæpar fjórar milljónir frá ríkinu á ári og býr í húsnæði á vegum Manchester-borgar. Með henni búa börnin hennar tvö, Helena sem er 10 ára og Robert sem er tveggja ára. Briggs býður börnunum sínum upp á sama mataræði og hún er á en það samanstendur af kínverskum mat, pítsum, súkkulaði, flögum og annarri óhollustu.

Briggs neyddist til að hætta í skóla sem unglingur þegar hún varð ólétt eftir einnar nætur gaman og nú útilokar hún að fá sér vinnu þar sem hún þarf að sjá um börnin sín.

Læknar hafa varað Briggs við áhættunni sem fylgir því að vera í yfirþyngd en hún kveðst ómögulega geta létt sig vegna þess að það sé kostnaðarsamt. Briggs hefur þá skorað á yfirvöld að hækka bæturnar hennar svo hún hafi efni á að breyta um lífstíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál