Hefur eytt fjórum milljónum króna í dúkkur

Kerrie Williams safnar dúkkum. Skjáskot af heimasíðu DailyMail.co.uk
Kerrie Williams safnar dúkkum. Skjáskot af heimasíðu DailyMail.co.uk dailymail.co.uk

Hin breska 33 ára Kerrie Williams hefur eytt jafnvirði um fjögurra milljóna króna í sjö sérhannaðar dúkkur sem líkjast raunverulegum ungbörnum. Williams á tvær dætur en hún er ekki tilbúin að eyða peningum í dætur sínar nema bara til að mæta grunnþörfum þeirra.

Williams hefur eytt himinháum fjárhæðum í dúkkurnar raunverulegu sem kosta allt að 80.000 krónur. Williams hefur þá einnig keypt aragrúa af fötum og aukahlutum fyrir dúkkurnar, hún eyddi til að mynda 200.000 krónum í dúkkukerru nýverið.

Dætur Williams eru vissulega ekki ánægðar með áhugamál móður sinnar en Williams viðurkennir að hún vilji frekar „dekra“ við dúkkurnar heldur en dætur sínar. „Þær [dæturnar] eru alltaf að biðja um föt en ég segi þeim að það sé peningasóun þar sem þær munu vaxa upp úr þeim fljótt. Þær verða afbrýðisamar þegar ég kaupi á dúkkurnar,“ sagði Williams í viðtali sem birtist á MailOnline.co.uk.

Williams byrjaði að safna dúkkum eftir að hún missti fóstur í janúar árið 2012. Hún segir dúkkurnar hafa veitt sér hugarró. „Dætur mínar voru of gamlar fyrir knús og kossa, þær vildu frekar fara út að leika sér með vinum. Ég elska dætur mínar en ungbörn eru algjörlega háð foreldrum sínum, ég þráði annað ungbarn,“ sagði Williams.

Williams segir fjölskyldu sína aldrei hafa skilið þennan áhuga hennar á dúkkum. Eftir að dúkkan Till kom á heimilið fór hjónaband Williams og þáverandi eiginmanns hennar í vaskinn. „Við hættum saman stuttu eftir að Till kom til mín,“ sagði Williams.

„Dúkkurnar munu aldrei koma í stað barna minna en ég elska samt dúkkurnar mínar. Það er þess virði að dekra við þær.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál