Hefur sætt sig við að kærastinn sefur hjá öðrum

Skjáskot af heimasíðu MailOnline, hér má sjá Marie Louise.
Skjáskot af heimasíðu MailOnline, hér má sjá Marie Louise. Skjáskot af dailymail.co.uk

Hin 57 ára Marie-Louise hefur verið með Tim, kærasta sínum, í sex ár. Hún segist vera yfir sig ástfangin af honum og hann af henni en þó er einn hængur á, hann sefur hjá öðrum konum og hún leyfir honum það.

Marie-Louise kveðst leyfa eiginmanni sínum að sofa hjá öðrum konum vegna þess að hún telur sig ekki geta valið úr karlmönnum eða gert kröfur til þeirra. Hún segist óttast að enda einsömul.

„Ég þarf að sætta mig við það samband sem mér stendur til boða. Á mínum aldri hef ég ekki efni á að gera kröfur. Það er sorglegt en satt,“ segir Marie-Louise í viðtali við MailOnline.

„Í sex ár höfum við verið í ástríku sambandi. Við erum par en til að við getum haldið áfram að vera í sambandi þá þarf ég að sætta mig við að hann sefur hjá hverjum sem er hvenær sem hann vill,“ útskýrir Marie-Louise. „Fólk spyr sig eflaust af hverju kona eins og ég sætti sig við svona ógeðfellda framkomu frá manni sem segist elska mig en sannleikurinn er sá að möguleiki minn á að finna mér annan maka er lítill. Þess vegna hef ég ákveðið að sætta mig við ástandið.“

Missti meydóminn 51 árs

Marie-Louise hefur ekki átt sjö dagana sæla og virðist sætta sig við hvað sem er. Hún kveðst hafa verið hrein mey þar til hún varð 51 árs þrátt fyrir að hafa verið gift tvisvar áður en hún kynntist Tim. „Báðir eiginmenn mínir neituðu að sofa hjá mér.“

„Tveimur árum eftir eftir að ég byrjaði með Tim þá gerði hann mér grein fyrir að einkvæni kæmi ekki til greina. Síðan þá hefur hann sofið hjá þremur öðrum konum að mér vitandi.“

Seinni eiginmaður Marie-Louise var sjúklingur en þannig kynntist hún einmitt Tim, hann var læknirinn sem annaðist þáverandi eiginmann hennar. „Hann var myndarlegasti maðurinn í þorpinu. Ég talaði við hann nokkrum sinnum í viku og leitaði upplýsinga varðandi ástand eiginmans míns,“ segir Marie-Louise.

Marie-Louise kveðst hafa verið hrifin af Tim í langan tíma áður en nokkuð gerðist á milli þeirra. Það var ekki fyrr en eiginmaður hennar yfirgaf hana að henni fannst hún frjáls, hún fór á sitt fyrsta stefnumót með Tim stuttu seinna. Á þeirra fyrsta stefnumóti sváfu þau saman og Marie-Louise sveif um á bleiku skýi.

Ákvað að minnast ekki á framhjáhaldið

„Sex mánuðum eftir að við höfðum fyrst sofið saman komst ég að því að hann hafði sofið hjá annarri konu, hún var sameiginlegur vinur okkar. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við. Ég vildi ekki missa hann,“ segir Marie-Louise sem ákvað að segja ekkert við Tim.

Ári seinna hafði hún safnað kjarki til að tjá sig. „Ég vildi að ég hefði ekki gert það. Tim tók einkvæni ekki í mál. Hann kvaðst hafa rétt á að sofa hjá hverjum sem honum sýndist. Ég var í áfalli en féllst á að hann mætti sofa hjá hverjum sem er svo lengi sem hann væri hreinskilinn við mig.“

Marie-Louise segir líf hennar með Tim vera fullkomið á yfirborðinu. „Auðvitað er þetta ekki auðvelt. Vinir mínir hafa áhyggjur af mér og reyna að telja mér trú um að ég geti auðveldlega fundið mér annan mann, en sannleikurinn er sá að það er ekki satt. Ég reyni bara að einblína á það jákvæða og framtíðina sem bíður okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál