Fann gamlar brúðkaupsmyndir kærastans

Það vilja eflaust flestir eiga brúðkaupsmyndirnar sínar að eilífu.
Það vilja eflaust flestir eiga brúðkaupsmyndirnar sínar að eilífu.

„Nýlega komst ég að því að kærasti minn til tveggja ára geymir ennþá brúðkaupsmyndir sínar frá fyrra hjónabandi en hann skildi við eiginkonu sína ári áður en hann kynntist mér. Hann hefur aldrei sagt: „Ég elska þig“ við mig. Hann veit ekki að ég fann brúðkaupsmyndirnar. Geymir hann þessar myndir vegna þess að hann er enn ástfanginn af henni?“ spyr lesandi Cosmopolitan og biður pistlahöfundinn Logan Hill um ráð.

„Í fyrsta lagi, það skiptir svolitlu máli hvort þessar myndir eru í myndaalbúmi uppi á hillu eða hvort þær eru innrammaðar uppi á vegg,“ skrifar Hill og mælir með að lesandinn forði sér ef myndirnar eru enn uppi á vegg.

„Ég efast stórlega um að hann sé ennþá ástfanginn af henni en ég skil að þessar myndir láti þér líða skringilega. Þú getur þó varla búist við því að maður sem eitt sinn var giftur brenni öll sönnunargögn um hjónabandið þegar því lýkur. Þetta er vissulega stór hluti lífs hans og hann ætti ekki að láta eins og hann hafi aldrei átt sér stað,“ skrifar Hill.

„Við eigum öll okkar fyrrverandi og margir halda upp á ljósmyndir, ástarbréf og minningar vegna þess að fólk vill minnast þeirra sem eitt sinn skiptu það miklu máli. Það er ekkert athugavert við það.“

„Ég myndi hafa meiri áhyggjur af því að hann hafi aldrei sagst elska þig,“ segir Hill og bendir lesandanum á að það gæti verið ástæða þess að henni líði skringilega í sambandinu. „Ég efast um að gamlar brúðkaupsmyndir myndu trufla þig ef þú værir handviss um að hann elskaði þig. Ekki hafa áhyggjur af þessum myndum, einbeittu þér frekar að sambandinu.“

Ætti fólk sem eitt sinn var gift að eyða öllum …
Ætti fólk sem eitt sinn var gift að eyða öllum sönnunargögnum um hjónabandið þegar því líkur?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál