Þeir sem kyssast reglulega eru betri foreldrar

Kossar og snerting leiðir til þess að fólk er hamingjusamt.
Kossar og snerting leiðir til þess að fólk er hamingjusamt.

Foreldrar sem kyssast reglulega og deila áhugamálum hvort með öðru eru líklegri til að eiga auðvelt með að hrósa börnunum sínum samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var af félagsfræðinemum við háskólann í Austur-Anglíu á Englandi.

Um 5.000 fjölskyldur tóku þátt í rannsókninni og leiddu niðurstöður hennar í ljós að þeir foreldrar sem kyssast og knúsast reglulega eru yfirleitt betri foreldrar en þeir sem gera það sjaldan eða aldrei. Rannsakendur halda því þá fram að ástríkt samband leiði til betra barnauppeldis. Greit er frá þessum niðurstöðum á heimasíðu MailOnline.

Þeir þáttakendur rannsóknarinnar sem töldu sig vera í hamingjusömu ástarsambandi voru ólíklegri til að öskra á börnin sín en þeir sem voru óhamingjusamir í sínu sambandi eða hjónabandi. Þeir sem voru hamingjusamir með sínum maka hrósuðu þá gjarnan börnunum sínum oft.

Það sem virðist leiða til þess að fólk er hamingjusamt í sínu sambandi eru kossar, snerting og sameiginleg áhugamál.

Karlmennirnir eru jákvæðari

Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós að karlmenn eru líklegri til að segjast vera hamingjusamir í sambandi sínu en konur, en 69% karlkyns þátttakenda sögðust hamingjusöm á móti 65% kvenkyns þátttakenda.

Karlkyns þáttakendur könnunarinnar virtust yfirleitt jákvæðari en konurnar. 37% kvenkyns þátttakenda sögðu maka sinn sjaldan eða aldrei fara í taugarnar á sér á meðan 43% karlkyns þátttakenda sögðu það sama.

Niðurstöður rannsóknarinnar þykja því benda til að hamingjusamt fólk séyfirleitt betra í foreldrahlutverkinu, sem kemur kannski engum á óvart.

Hamingjusamt fólk er yfirleitt betra í foreldrahlutverkinu.
Hamingjusamt fólk er yfirleitt betra í foreldrahlutverkinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál