Fann brúðkaupsmyndir eiginmannsins á Facebook

Yvonne Gibney rakst á brúðkaupsmyndir eiginmanns síns á Facebook.
Yvonne Gibney rakst á brúðkaupsmyndir eiginmanns síns á Facebook. Ljósmynd/ skjáskot af dailymail.co.uk

Kona að nafni Yvonne Gibney komst að því að eiginmaður hennar, Maurice Gibney, til 17 ára væri giftur annarri konu. Hann hafði þá haldið stórglæsilegt brúðkaup sem kostaði um níu milljónir króna fyrir sig og nýju konuna. Gibney komst að framhjáhaldinu þegar hún rakst á ljósmynd á Facebook sem sýndi eiginmann hennar og nýju konuna hans kyssast á brúðkaupsdaginn.

Þegar Gibney komst að svikum eiginmannsins hafði hann verið giftur nýju konunni í tæpt ár. Þá hafði hann tilkynnt fjölskyldu sinni að hann væri skilinn við fyrri eiginkonuna. Frá þessu er greint á heimasíðu DailyMail.

Gibney var vissulega mjög brugðið en fór á stúfana og leitaði frekari sönnunargagna áður en hún tilkynnti málið til lögreglu. Eiginmaður hennar játaði svo á sig brotið og sat í fangelsi í sex mánuði.

Varði jólunum með nýju konunni

„Ég elskaði hann skilyrðislaust og ég taldi að tilfinningar mínar í hans garð væru gagnkvæmar. Ég þarf að sætta mig við að eiginmaður minn var mér ótrúr, líkamlega og andlega, í langan tíma,“ sagði Gibney í réttarsal.

Það sem Gibney fannst erfiðast að sætta sig við var að eiginmaðurinn þóttist vera upptekinn vegna vinnu erlendis um jólin en þá var hann í raun og veru að giftast annarri konu. „Hann varði jólunum með fjölskyldu sinni, nýju konunni og fjölskyldu hennar.“

Yvonne og Maurice Gibney eiga þrjú börn saman.

Facebook hefur eflaust komið upp um marga ótrúa einstaklinga.
Facebook hefur eflaust komið upp um marga ótrúa einstaklinga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál