Dreymdi um fullkomið brúðkaup og sagðist vera dauðvona

Danielle Watson dreymdi um hið fullkomna brúðkaup. Hún var tilbúin …
Danielle Watson dreymdi um hið fullkomna brúðkaup. Hún var tilbúin til að gera hvað sem er til að láta drauminn rætast.

Ung kona að nafni Danielle Watson þráði ekkert heitara en að vera brúður í hinu fullkomna brúðkaupi. Hún var tilbúin að gera hvað sem var til að láta drauminn rætast. Hún átti ekki pening til að halda eins stórt og flott brúðkaup og hana dreymdi um þannig að hún greip til örþrifaráða.

Watson laug að vinum sínum og fjölskyldu að hún væri með ólæknandi krabbamein. Hún sannfærði meira að segja eiginmann sinn um að hún væri dauðvona. Lygin varð til þess að ástvinir hennar settu af stað söfnun og að lokum höfðu safnast um tvær milljónir króna í formi peninga og gjafa.

Margt ókunnugt fólk kom hreinlega til hennar og rétti henni hjálparhönd eftir að hafa frétt af veikindum hennar. Þessu er greint frá á heimasíðu DailyMail.

Flýtti brúðkaupinu vegna „lyfjameðferðar“

Watson, sem þá var 21 árs, gekk meira að segja svo langt að flýta brúðkaupinu um nokkra mánuði „áður en hún missti allt hárið vegna lyfjameðferðar“. Sannleikurinn var sá að hún var heilsuhraust og alls ekki með krabbamein.

Vini og vandamenn Watson fór svo að gruna að maðkur væri í mysunni þegar hún gat ekki sýnt fram á nein sönnunargögn um veikindi sín, hún hafði þá einnig krafist þess að allur peningur sem safnaðist yrði lagður beint inn á bankareikning hennar.

Watson, sem á eitt barn og von á öðru, hefur verið ákærð fyrir svik en hún neitar allri sök. Hún gæti nú átt von á fangelsisdómi. Lögmaður Watson segir hana vera afar óttaslegna.

Rob Lewis, yfirlögregluþjónn í Essex, telur Watson ekki eiga að fá neinn afslátt vegna þess að hún sé ólétt. „Hún nýtti sér góðmennsku og örlæti fólks sem vildi hjálpa manneskju sem það taldi eiga um sárt að binda. Hún græddi mikla peninga, hún fékk gjafir og þjónustu frá góðu fólki en hún hefur ekki sýnt fram á iðrun.“

Skjáskot af heimasíðu DailyMail. Danielle Watson á von á barni …
Skjáskot af heimasíðu DailyMail. Danielle Watson á von á barni númer tvö. Ljósmynd/ skjáskot af dailymail.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál