5 erfiðar staðreyndir um sambandsslit

Jóhanna Magnúsdóttir.
Jóhanna Magnúsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur vitnar í pistil Suzanne Degges-White sem heitir á frummálinu 5 Hard Truths About Breakups í sínum nýjasta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu.

1. Það er sjaldnast auðvelt að skilja

Það er til gamalt lag sem heitir „Breaking Up is Hard to Do“. Titill lagsins gefur í skyn hversu mikið erfiði getur falist í því að slíta sambandi. Alveg sama hversu sannfærð við erum um að það sé rétti tíminn til að slíta sambandinu, þá getur það kostað blóð svita og tár að skera okkur laus frá maka okkar - eða vini. (Mín aths. - það er ágætt að nota sögnina að „skera“ því að í raun þurfum við að klippa á eða skera á tilfinningaböndin, og oft er talað um „clean cut“ eða hreinan skurð, með því að vera ekki alltaf í „onandoff“-sambandi - því þá erum við að tengja og slíta aftur og aftur og það getur verið til að draga sársaukann /sambandið á langinn.)

2. Það getur fylgt því sársauki - mikill sársauki

Sársauki getur fylgt sambandsslitum - þrátt fyrir að þau hafi verið óhjákvæmileg og til að bjarga okkur andlega. Þótt mörg okkar upplifi létti við að sjá ófullnægjandi samband í andarslitrunum munu sumir finna ákafan sársauka við það að vera þvingaðir til að viðurkenna að samband hefur runnið sitt lokaskeið. Þegar sambandi lýkur - sama hversu réttmæt ástæða er fyrir hendi - þá höfum við ekki aðeins misst maka eða vin, heldur höfum við tapað framtíðarsýninni eða draumnum sem við áður höfðum þar sem makinn var hluti heildarmyndarinnar eða sýnarinnar.

Það eru sérstaklega konur sem sinna öðrum og tengjast vináttuböndum sem nokkurs konar leið til að „lifa af“ (survival mechanism). Ef konur geta ekki viðhaldið sambandi geta þær upplifað vonbrigði yfir sjálfum sér, ekki bara með maka sinn eða vini. Þær líta á það að geta ekki haldið sambandinu gangandi sem persónulegan ósigur, jafnvel þó að það hafi verið hinum að kenna. (Það að missa maka getur þýtt að missa heilt net vina. Þetta getur leitt til þess að fólk hlaupi í ný sambönd og illa ígrunduð). Ef þú kannast við þig á þessum stað, mundu þá að sambandið/vináttan við þig sjálfa/n fyrst er nauðsynleg forgangsröðun í að mynda heilbrigð sambönd við aðra. Haltu þig við persónulegar væntingar og gildi áður en þú leggur of mikið í nýtt samband.

3. Hætta er á að sameiginlegir vinir tapist 

Þegar hjónaband eða samband er leyst upp verður væntanlega einhver „varanlegur skaði“. Þetta getur orðið sérstaklega erfitt þegar það að fórna makanum leiðir til þess að missa sameiginlega vini sem þú hélst mikið upp á og voru jafnvel trúnaðarvinir. Við skilnað er gott að geta leitað til og talað við einhvern sem við getum treyst og sýnir samhug. Þegar fyrrverandi trúnaðarvinur eða vinkona fer í „lið“ með þínum/þinni fyrrverandi getur það leitt til aukins tilfinningasársauka og missis. Þetta getur líka aukið reiðina í garð fyrrverandi maka, þar sem þú kennir honum um að þú hafir misst þennan vin/vinkonu.

4. Þú verður einmana 

Þegar rútína sem áður var ykkar er ekki lengur sameiginleg, og þú hefur ekki eitthvað annað eða annan til að fylla upp í rýmið þar sem makinn var, geturðu upplifað ákafa einmanakennd, jafnvel þótt þú sért fegin/n að vera laus úr vondu eða jafnvel eyðileggjandi sambandi. Þrátt fyrir að finna skemmtileg áhugamál getur einmanaleikinn verið viðloðandi. Það er eðlilegt og ekki endilega merki þess að það hafi verið mistök að slíta sambandi. En ef einmanaleikinn vex með tímanum, og truflar eðlilega virkni þína, getur verið gott að tala við ráðgjafa til að fá hjálp við að vinna úr tilfinningaviðbrögðum. Að sakna félagsskaparins er eðlilegt, en að fá þráhyggju gagnvart því eða dvelja í eymd sinni er það EKKI.

5. Það verður léttara 

Sumir segja að tíminn lækni öll sár, en það sem er líklegra réttara er að fjarlægðin hjálpi okkur að fókusera eða veita öðru athygli og því sem er að gerast í núinu. Við mannfólkið erum ótrúlega þrautseig, og þrátt fyrir að löngunin eftir fyrrverandi hverfi kannski aldrei alveg tekur hún minna og minna pláss í höfði okkar og hjarta. Þegar sambandi lýkur getur þú upplifað alls konar tilfinningar; reiði og depurð, létti og vonbrigði. Sem betur fer geta hugur okkar og hjarta aðeins þolað slíka tilfinningalega ofhleðslu í stuttan tíma, svo loginn í  hinni rjúkandi reiði mun minnka og depurðin víkja. (Ef þú festist í reiðinni - loginn eykst, eða hugsanir um hefnd og endurlausn verða áleitnar - er mjög mikilvægt að leita sér hjálpar því þessar hugsanir eru ÞÉR hættulegar.)

Það kemur að því að missirinn verður meira sem hluti sögu þinnar, ekki nútíðin 

Það að slíta jafnvel erfiðu og ófullnægjandi sambandi getur fært okkur nýjar tilfinningalegar áskoranir. En það að vera fær um að slíta sig lausa/n úr ófullnægjandi sambandi, sem heldur aftur af því að þú njótir lífsins að fullu eða líðir vel með sjálfa/n þig, er vel þess virði að ganga í gegnum þótt því fylgi sársauki og erfiðleikar. Rannsóknir sýna að vond samskipti eða sambönd eru verri fyrir tilfinningalega velmegun þína en það að vera án rómantísks sambands eða vináttusambands.

Elskurnar mínar. Það er að mínu mati alltaf best að leysa vandamál sambanda innan „hringsins“ eða vinna í sér innan sambands ef það er hægt og ef það er vilji hjá báðum aðilum. Ef sambandið er farið að gera okkur sorgmædd þá þurfum við að líta í eigin barm og spyrja okkur:

„Á ég þetta skilið? Hvað er mér bjóðandi?“

Þetta snýst um sjálfsvirðingu - sjálfstraust - sjálfsást 

Lífið er ekki til að þrauka - við eigum að dafna og blómstra - við eigum að NJÓTA.

Ég verð með námskeið 8. nóvember nk. og eru örfá pláss laus; námskeið sem heitir „Sátt eftir skilnað“ - og hægt að lesa um það ef smellt er HÉR. Þetta námskeið er fyrir konur - hef auglýst fyrir karla en ekki fengið nógu marga til mín nema í eitt skipti. Að sjálfsögðu var það gott námskeið - eins og námskeiðin hafa verið fyrir konurnar. Það er fólkinu sjálfu að þakka. Það að leita sér hjálpar er hluti af því að elska sig.

Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur.
Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál