Íslendingar leita meira að ástinni á netinu

Íslendingar eru að verða óhræddari við að kynnast fólki á …
Íslendingar eru að verða óhræddari við að kynnast fólki á netinu.

„Við ákváðum að stofna stefnumótasíðu fyrir íslenskan markað þar sem aðrar síður á þessum markaði eru að okkar mati ekki nægilega góðar og sumar með slæmt orð á sér fyrir skyndikynni og jafnvel vændi. Okkur fannst vanta stefnumótasíðu þar sem allir koma fram undir nafni, eru með mynd og geta því treyst því að sá sem verið er að tala við sé ekki einhver annar en sá sem hann/hún segist vera,“ segir Elsa Bergmann sem starfar hjá stefnumótasíðunni Maki.is.

„Við erum nokkur sem komum að síðunni og sjáum um hönnun, forritun og rekstur á henni. Þar á meðal sjáum við um að fara yfir skráningar og myndir sem notendur senda. Þannig tryggjum við að notendur gefi upp réttar upplýsingar um sig.“

Elsa og annað starfsfólk Maki.is eyddu dágóðum tíma í að fullkomna síðuna áður en hún var sett í loftið. „Maki.is var sett í loftið í ágúst 2014. Við lögðum mjög mikla vinnu í síðuna til að gera upplifun notanda sem allra besta.  Við stefndum á að hafa hana einfalda, þægilega og skemmtilega í notkun og við teljum að við höfum náð því markmiði mjög vel,“ útskýrir Elsa sem segir notendur Maki.is vera ánægða með síðuna. „Í dag eru um 746 notendur á aldrinum 18-72 ára á Maki.is, 44% konur og 56% karlar. Maki.is hefur fengið mjög góðar undirtektir hjá fólki og við höfum séð fólk á öllum aldri og úr öllum áttum skrá sig á síðuna.“

„Það sem gerir maki.is sérstaka er að þetta er eina stefnumótasíðan á landinu sem er alveg lokuð fyrir aðra en þá sem eru skráðir á hana og svo förum við vandlega yfir alla notendur.“

Íslendingar opnari fyrir stefnumótasíðum núna heldur en áður fyrr

Elsa telur Íslendinga hafa verið  frekar feimna við að skrá sig á stefnumótasíður hingað til og gefa upp réttar upplýsingar og mynd. „Fólki finnst óþægilegt að vita til þess að allir geti nálgast upplýsingarnar á netinu. Maki.is býður notendum að velja hvaða kyn og hvaða aldurshópur fær að sjá upplýsingar þeirra.“ segir Elsa.

Elsa segir viðmót síðunnar vera þægilegt og bjóða upp á marga möguleika. „Notendur geta svo séð í hvaða stjörnumerki aðrir eru og geta fengið stjörnumerkjapörun.“

„Við sendum út skoðanakönnun á notendur um daginn og þar kom fram að um 75% svarenda myndu mæla með Maki.is. Margir höfðu svo farið á stefnumót með einhverjum sem þeir hittu á Maki.is og nokkrir höfðu fundið ástina í gegnum síðuna,“ segir Elsa sem telur fólk vera nokkuð opið fyrir því að kynnast fólki á netinu.

„Við finnum ekki fyrir fordómum hjá fólki, það var mikið meira um það fyrir nokkrum árum. Ég held að með tilkomu Facebook og annarra samskiptamiðla að sé þetta orðið vinsælla hjá Íslendingum.“

Fólk leitar að ástinni á netinu í auknu mæli. Með …
Fólk leitar að ástinni á netinu í auknu mæli. Með tilkomu samskiptamiðla verður það auðveldara. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál