Ungar mæður ekki verri en þær eldri

Guðrún með dætrum sínum tveimur.
Guðrún með dætrum sínum tveimur. Ljósmynd/Guðrún Ósk Valþórsdóttir

„Þótt við séum ungar mæður þýðir það ekki að við séum slæmar mæður,“ skrifar Guðrún Ósk Valþórsdóttir, í pistli á bloggsíðunni Krómískar.is í gær. Í pistlinum fjallar hún um þá fordóma sem hún hefur mætt fyrir að vera ung móðir.

Guðrún er tveggja barna móðir, og átti sitt fyrsta barn 19 ára gömul. „Ég fékk einmitt þessa fordóma, alveg minnst samt frá almenningi. Þetta var eiginlega meira frá heilbrigðis- og leikskólastarfsfólki eða jafnvel barnavernd.“

Guðrún undrar sig á því hvers vegna ungar mæður fá ekki að ala börn sín upp fordómalaust. „Við erum alveg klárlega ekki verri mæður en þessar sem eru 30 ára. Maður er jafn ábyrgur hvort sem maður er 19 ára eða 30 ára,“ skrifar hún. „Hverjar eru heimildir fyrir því að barn sé verr komið þegar móðirin er ung, ekki alveg með fullkláraða menntun en þó kannski í vinnu og á bara kærasta, er það í alvörunni svona hræðilegt?“

Guðrún talar um það að ungar mæður séu ekki verri mæður, hvort sem þær eru einstæðar eða ekki, og hvort sem þær hafi farið í skóla eða ekki. „Því í skóla er hvergi kennt hvernig þú gengur með barn, hvernig þú fæðir það, hvernig þú elur það upp.. Það er engin handbók sem fylgir þessu. Jú jú fullt af bókum sem þú getur gramsað í en þar byrja allar setningar á „Oft,“ „Yfirleitt“ eða „Algengast“ sem eru því miður bara getgátur fyrir þig.“

Þá segir hún að bæta þurfi viðhorfið til ungra mæðra, og það hafi verið ástæða þess að hún ákvað að skrifa pistilinn. „Ég mun aldrei dæma eldri konur fyrir að bíða, þess vegna finnst mér ekki þeirra að dæma þær ungu fyrir að vilja gera þetta snemma.“

Ljósmynd/Guðrún Ósk Valþórsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál