Karlkyns vinir leiða til meira kynlífs

Er eitthvað samasemmerki á milli þess að eiga marga karlkyns …
Er eitthvað samasemmerki á milli þess að eiga marga karlkyns vini og að stunda mikið kynlíf?

Þær konur sem eiga marga karlkyns vini og vinnufélaga og þykja aðlaðandi stunda meira kynlíf með mökum sínum heldur en aðrar konur. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var við háskólann í Oakland. 

Rannsakendur segja þetta snúast um „kynferðislega samkeppni“.

393 gagnkynhneigðir menn sem höfðu verið lengi með kærustum sínum tóku þátt í rannsókninni. Þátttakendum var gert að gefa mökum sínum einkunn hvað varðar útlit. Þá áttu þeir einnig að greina frá því hversu marga karlkyns vini kærustur þeirra áttu og að lokum áttu þeir að segja frá því hversu oft þeir höfðu sofið hjá maka sínum undanfarna viku.

Líta á þetta sem samkeppni

„Niðurstöðurnar gáfu til kynna að karlmönnum þykir aðlaðandi þegar maki þeirra á mikla möguleika á að halda framhjá,“ sagði rannsakandinn Michael Pham sem starfar við háskólann í Oakland. „Þetta þýðir þó ekki að karlmenn vilji að kærustur þeirra haldi framhjá þeim heldur líta þeir á þetta sem samkeppni - þegar konan hefur mikla möguleika annars staðar,“ sagði Pham í viðtali sem birtist á Fusion.

Rannsakendur sögðu þá ennfremur að karlmenn áttuðu sig ekki endilega á þessu sjálfir vegna þess að þetta er þeim eðlislægt. Þessi hegðun hefur þá einnig sést hjá öðrum dýrategundum, eins og músum og fuglum að sögn Pham.

Þær konur sem eiga marga strákavini eru ef til vill …
Þær konur sem eiga marga strákavini eru ef til vill meira aðlaðandi í augum makans. dailymail.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál