Tracey Cox svarar áhugaverðum kynlífsspurningum

Tracey Cox hefur tekið eftir því að margar áhugaverðar spurningar …
Tracey Cox hefur tekið eftir því að margar áhugaverðar spurningar er varða kynlíf brenna á vörum fólks.

Rithöfundurinn Tracey Cox hefur gefið hverja metsölubókina út á fætur annarri þar sem hún skrifar um kynlíf, sambönd og stefnumót svo eitthvað sé nefnt. Cox er vitur um allt sem tengist bólfimi og þess vegna fær hún ótal spurningar sendar á degi hverjum. Í nýjum pistli sem hún skrifaði fyrir MailOnline svarar hún nokkrum merkilegum spurningum sem hún hefur fengið.

Getur maður orðið óléttur eftir að hafa stundað munnmök?

Nei. Sæði er brögðótt og getur smogið sér fram hjá ýmsum hindrunum. En það á enn eftir að ná að komast fram hjá öllum helstu líffærunum eins og hjartanu og lunganu til að komast í þann hluta líkamans þar sem það getur frjóvgað egg.

Ef hann vaknar með standpínu, hefur hann þá verið að dreyma um kynlíf?

Nei. Flestir menn fá um 4-5 standpínur á hverri nóttu. Þetta hefur líffræðilegan tilgang, líkaminn sér til þess að typpið sé reglulega fyllt af súrefnisríku blóði. Konur fá líka „standpínu“ á nóttunni en af því að snípurinn er svo lítill þá tekur enginn eftir því.

Þegar við sofum saman þá hverfa eistun hans! Þarf ég að hafa áhyggjur?

Þetta getur komið á óvart þegar maður tekur fyrst eftir þessu en þarna er ekkert grunsamlegt að gerast. Eistun dragast inn í líkamann þegar vöðvarnir á þessu svæði toga punginn að líkamanum á meðan á kynlífi stendur. Þarna er Móðir Náttúra að sjá til þess að hitastigið sé rétt. Hún er einnig að passa upp á að eistun séu ekki fyrir honum.

Hvað gerist ef hann týnir smokknum inni í mér?

Góðu fréttirnar eru þær að smokkurinn mun ekki týnast inni í þér eða færast til inni í líkamanum. Til að fjarlægja hann, beygðu þig niður og náðu í hann með fingrinum. Ef þú finnur hann ekki þá getur læknirinn þinn gert það.

Þessar spurningar og fleiri má finna í pistli Tracey Cox inni á MailOnline

Tracey Cox hefur skrifað nokkrar bækur um kynlíf.
Tracey Cox hefur skrifað nokkrar bækur um kynlíf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál