Nýjasta æðið er að láta ókunnuga vekja sig

Með Wakie smáforritinu kemst þú í samband við þá sem …
Með Wakie smáforritinu kemst þú í samband við þá sem hafa áhuga á að vekja þig á morgnanna.

Gætir þú ímyndað þér að láta ókunnuga manneskju vekja þig með símtali á morgnana í þeim eina tilgangi að passa upp á að þú farir á fætur á réttum tíma? Ef þetta er eitthvað fyrir þig þá ættir þú að fá þér nýtt smáforrit sem heitir Wakie.

„Ég held að hann hafi verið frá Indlandi, en ég er ekki viss. Símtalið entist í aðeins sex sekúndur en það var óneitanlega betra að fá það heldur en að ýta á snooze-takkann á símanum mínum.“ Þetta skrifar Suzy Struter, pistlahöfundur Huffington Post. Struter prófaði nýverið Wakie-forritið vegna þess að hún er vön að misnota snooze-takkann á símanum sínum að eigin sögn.

Stuter mælir eindregið með forritinu. Henni finnst góð tilfinning að vakna og fá staðfestingu á að einhverjum er annt um að hún vakni á réttum tíma. „Þetta var þægilegt.
Þú tengir bara símanúmerið þitt við forritið og færir inn þann tíma sem þú vilt vera vakin á. Svo færðu símtal frá einhverjum úti í heimi þegar það er kominn tími til að vakna,“ segir Struter sem er virkilega hrifin af forritinu. Hún tekur þá fram að Wakie-forritið deilir símanúmerinu þínu með öðrum notendum. Hvert símtal getur svo aðeins varað í 60 sekúndur.

Þeir sem eiga snjallsíma og hafa áhuga á að vekja og vera vaktir af ókunnugu fólki úti í heimi ættu að kynna sér Wakie-forritið sem hefur náð töluverðum vinsældum á undanförnum vikum.

Sumir kjósa að vakna við símtal frá ókunnugum í staðin …
Sumir kjósa að vakna við símtal frá ókunnugum í staðin fyrir að vakna við hávaðan frá vekjaraklukkunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál