Veldur þú þyngdaraukningu hjá öðrum?

„Saklausar“ athugasemdir um holdarfar annarra geta haft mikil áhrif.
„Saklausar“ athugasemdir um holdarfar annarra geta haft mikil áhrif.

Hefur þú tilhneigingu til að koma með litlar og „sakleysislegar“ athugasemdir þegar þú sérð að þínir nánustu eru farnir að bæta örlítið á sig? Samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við háskólann í Waterloo er best að segja ekkert því athugasemdir um holdafar fólks geta haft neikvæðar afleiðingar og orsakað enn frekari þyngdaraukningu.

Prófessorinn Christine Logel stýrði könnuninni. Niðurstöðurnar voru kynntar í nýjasta tölublaði félagsfræðitímaritsins Personal Relationships.

„Þegar okkur líður illa með líkama okkar þá leitum við gjarnan til ástvina. Viðbrögð þeirra geta haft meiri áhrif á líðan okkar heldur en okkur hefði dottið í hug,“ sagði Logel.

Konur á aldrinum 18-21 árs tóku þátt í könnuninni, þessar konur áttu það sameiginlegt að finna oftar en ekki fyrir óöryggi hvað varðar líkamsþyngd þeirra. Teymi sálfræðinga byrjaði á að spyrja konurnar út í hæð og þyngd þeirra. Því næst voru konurnar spurðar út í líðan sína hvað varðar þyngd. Fimm mánuðum síðar fóru konurnar í annað viðtal hjá sálfræðingunum. Þá voru þær spurðar út í hvort þær hefðu rætt við einhvern um áhyggjur sínar af líkamsþyngd sinni. Einnig áttu þær að gera grein fyrir viðbrögðum þeirra sem þær leituðu til.

Neikvæðar athugasemdir ollu þyngdaraukningu

Þrem mánuðum síðar var komið að þriðja viðtalinu. Þá var kannað hvort að þyngd ungu kvennanna hafði breyst á einhvern hátt.  

„Í heild voru þessar konur ofarlega á kanadíska BMI-stuðlinum,“ sagði Logel. „Best hefði verið ef þær hefðu viðhaldið þyngd án þess að dæma sjálfa sig svona harkalega. En flestar voru þær enn með áhyggjur af þyngdinni og töluðu um það við ástvini sína.“

Endanlegar niðurstöður leiddu í ljós að þegar konurnar fengu jákvæð viðbrögð frá fólkinu sínu voru þær líklegri til að halda sér í þeirri þyngd sem þær voru í eða jafnvel léttast. Þær sem fengu neikvæðar athugasemdir frá fólkinu sem þær leituðu til voru þá líklegri til að bæta nokkrum kílóum á sig, um 2,5 kílóum að meðaltali. Skilaboð um að einhver þurfi að léttast getur því haft þveröfugar afleiðingar.

„Við þekkjum öll þennan einstakling sem bendir á þyngdaraukningu fólks og réttir svo fram hjálparhönd en þessar athugasemdir geta verið misvísandi,“ sagði Logel og benti svo á að þegar fólki líður betur með sjálft sig eru meiri líkur á að það finni fyrir löngun til að hreyfa sig.

Þegar fólki líður betur með sjálfan sig eru meiri líkur …
Þegar fólki líður betur með sjálfan sig eru meiri líkur á að það finni fyrir löngun til að hreyfa sig.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál